Innlent

Sækja slasaðan mann í Esjuna

Esjan.
Esjan. GVA
Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu og sjúkraflutningsmenn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins eru nú á leið að sækja mann á Esju. Það er göngumaður sem missteig sig upp við Þverfellshornið og meiddist á fæti. Talið er að hann sé illa tognaður og treysti hann sér ekki til að komast niður af fjallinu af sjálfsdáðum.

Um 20 björgunarmenn taka þátt í aðgerðinni en bera þarf manninn um eins kílómetra leið niður að jeppaslóða þar sem hann verður settur í bíl sem kemur honum á sjúkrahús.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×