Innlent

Þyrla og þrjátíu slökkviliðsmenn náðu tökum á sinunni

Slökkviliðsmenn að takast á við eftirköst sinubruna. Athugið að myndin er úr safni.
Slökkviliðsmenn að takast á við eftirköst sinubruna. Athugið að myndin er úr safni.
Búið er að ná tökum á sinueldi við Gröf í Lundarreykjardal í Borgarfirði en um þrjátíu slökkviliðsmenn tóku þátt í slökkvistarfinu. Bjarni Kristinn Þorsteinsson, slökkviliðsstjórinn segir að mikið hafi munað um þyrlu Landhelgisgæslunnar sem flutti vatn í stórri skjólu sem hægt er að opna rafvirkt. Fatan tekur um þúsund lítra og því munar verulega um aðstoð þyrlunnar í svona tilvikum.

Bóndi á Gröf hafði kveikt eldinn og hafði hann tilskilin leyfi til þessa. Það er þó aldrei of varlega farið í kringum eldinn, því hann missti stjórn á sinunni og kalla þurfti slökkviliðið út á milli fimm og sex í dag. Það tók því á þriðja tug slökkviliðsmanna, á þremur dælubílum, ásamt aðstoð þyrlunnar, um tvo tíma að ná tökum á ástandinu. Einnig munaði verulega um haugsugu sem bændur komu með.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×