Innlent

Sinubruni úr böndunum

Sinubruni. Athugið að myndin er úr safni.
Sinubruni. Athugið að myndin er úr safni.
Talsverður sinubruni er í Lundarreykjadal en allt tiltækt slökkvilið úr Borgarfirðinum auk lögreglunnar eru á svæðinu. Að sögn lögreglumanns á svæðinu er eldurinn töluverður en verið er að hefta útbreiðslu hans.

Slökkviliðið hefur tök á eldinum nú, en að sögn lögreglunnar þarf lítið til að út af bregði, þannig geti ástandið breyst fljótt fari að vindar að blása á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×