Innlent

Þjálfarar sitji yfir liðum sínum í búningsklefanum

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ.
Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ.
„Eins og þetta lítur út á myndum þá er þetta bara ofbeldi og alveg ömurlegt," segir Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri Handknattleikssambands íslands (HSÍ), um fregnir af rassskellingum þar sem leikmenn eru vígðir inn í landslið og meistaraflokka í handbolta.

„Við sendum frá okkur bréf þegar þetta kom upp í kringum landsliðið í júlí þar sem við óskuðum eftir því að okkar aðildarfélög pössuðu að þetta myndi ekki gerast. Við erum ekkert búin að heyra af þessu undanfarið og því kemur þetta okkur algjörlega í opna skjöldu. Þá spyr maður sig að því hvernig hægt sé að fyrirbyggja þetta til framtíðar."

Einar segir HSÍ hafa rætt við sína þjálfara og að ætlast væri til þess að þeir fylgdust með þessu.

„Það eru þeir sem eru inni í búningsklefunum og eru með þessa menn í höndunum. Ég held hreinlega að þjálfarar geti ekki horfið af leikstað fyrr en liðið er komið úr búningsklefanum. Þessi umræða sem var í sumar fannst mér alveg nóg fyrir hreyfinguna til að hún gæti lært af henni, en nú get ég ekki séð annað, ef menn ætla að stoppa þetta, að slíkt ferli fari í gang."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×