"Þetta var rosalega gott spark í rassinn" Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. mars 2013 14:55 Andri Már og Margrét Rán. „Þetta var bara skyndiákvörðun. Við vorum á seinasta snúning að koma okkur út að spila og það heppnaðist svona rosalega vel," segir Andri Már Enoksson í rafdúettnum Vök. Andri Már og Margrét Rán Magnúsdóttir komu, sáu og sigruðu í Músíktilraunum en úrslitakvöldið fór fram í Silfurbergi í Hörpu í gærkvöldi. „Við höfum verið að semja tónlist í smá tíma en aldrei verið 100 prósent sátt með hana," segir Andri Már. Tími hafi verið kominn til að sveitin spilaði fyrir fólk. „Þetta var rosalega gott spark í rassinn," segir Andri Már. Hann segir þau Margréti hafa verið innblásin af aðstæðum sem hún lenti í við skil á lokaverkefni sínu í hljóðblöndun í Tónlistarskóla Kópavogs. Lokaverkefnið var frumsamið verk sem vinna þurfti hratt og koma sér að verki. „Við litum á Músíktilraunir alveg eins," segir Andri um ákvörðun þeirra að henda sér út í djúpu laugina.Bestu vinir Andri Már segir hjartsláttinn hafa verið öran þegar hljómsveitin steig fyrst á svið í undankeppninni í Hörpu. „Það var stressandi en samt svo skemmtilegt stress að við urðum að fá að endurtaka það," segir Andri Már. Hljómsveitin vann sér sæti í úrslitunum og fékk því tækifæri til þess. „Hjartslátturinn var mjög hraður og adrenalínið streymdi um líkamann." Tvíeykið hefur þekkst í sjö ár. Þau kynntust í gegnum sameiginlega vini en bæði eru þau útskrifuð úr Flensborgarskólanum í Hafnarfirði. Margrét árið 2009 en Andri Már árið 2011. Þau eru bestu vinir og byrjuðu að grúska saman í tónlist í fyrsta skipti fyrir ári. „Það var ekki fyr en í desember að hún þurfti að skila lokaverkefninu að byrjuðum að líta á okkur sem hljómsveit," segir Andri Már. Hljómsveitin fékk nafnið Vök eftir töluverða umhugsun. Þau höfðu velt mörgum mismunandi nöfnum fyrir sér en velja þurfti nafn til að skrá sveitina til þátttöku í Músíktilraunum. „Vök hljómaði best," segir Andri Már. Sú fyrsta frá Akranesi sem vinnur MúsíktilraunirVerðlaunaafhendingin í Hörpu í gær.Mynd/Reykjavík.isÞótt um fulltrúa Hafnarfjarðar sé að ræða bendir Andri á að Margrét Rán sé Akurnesingur. Það hafi Ólafur Páll Gunnarsson, útvarpsmaður á Rás tvö, verið sérstaklega ánægður með. Tónleikarnir voru einmitt í beinni útsendingu stöðvarinnar í gær. „Óli Palli var mjög sáttur að hún var fyrsti tónlistarmaðurinn af Akranesi til að vinna keppnina," segir Andri Már. Hann segir það hafa verið draum hjá hljómsveitinni að spila í Hörpu. „Draumurinn rættist á fyrsta gigginu okkar," segir Andri og hlær. Hann segir þau hafa lært gríðarlega mikið af hljóðmönnum í Hörpu og séu reynslunni ríkari eftir keppnina. Bæði eru þau í námi en Andri Már segir þau þó leggja allt í tónlistina sem stendur. Þau æfa í húsnæði í Hafnarfirði sem er í eigu fyrirtækis föður Margrétar. „Við höfum hertekið hálfan sal fyrirtækisins," segir Andri og kann föður Margrétar bestu þakkir fyrir. Fimm laga listi klárInnlifunin skein úr andliti Andra og Margrétar.Mynd/Brynjar GunnarssonAndri Már segir dúettinn vera að vinna að nýju efni. Þau séu komin með fimm laga lista og eru að vinna í því að koma upp tónleikadagskrá. Verðlaunin sem þau fengu voru ekki af verri endanum. Meðal annars 20 hljóðverstímar með hljóðmanni, 250 þúsund krónur í beinhörðum peningum og gigg á Iceland Airwaves. Þá fengu þau flug til Hollands í ágúst þar sem spilað verður á Westerpop tónlistarhátíðinni í Delft. Andri Már segir þau Margréti aldrei hafa pælt mikið í verðlaununum. „Við Margrét leiddum verðlaunin alveg framhjá okkur. Við vorum svo stressuð. Við vildum bara spila." Músíktilraunir hafa farið fram síðan árið 1982. Tengdar fréttir Vök sigraði í Músíktilraunum Hljómsveitin Vök úr Hafnarfirði stóð uppi sem sigurvegari í Músíktilraunum en úrslitakvöldið fór fram í Silfurbergi í Hörpu í gærkvöldi. 24. mars 2013 09:27 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Erlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál Sjá meira
„Þetta var bara skyndiákvörðun. Við vorum á seinasta snúning að koma okkur út að spila og það heppnaðist svona rosalega vel," segir Andri Már Enoksson í rafdúettnum Vök. Andri Már og Margrét Rán Magnúsdóttir komu, sáu og sigruðu í Músíktilraunum en úrslitakvöldið fór fram í Silfurbergi í Hörpu í gærkvöldi. „Við höfum verið að semja tónlist í smá tíma en aldrei verið 100 prósent sátt með hana," segir Andri Már. Tími hafi verið kominn til að sveitin spilaði fyrir fólk. „Þetta var rosalega gott spark í rassinn," segir Andri Már. Hann segir þau Margréti hafa verið innblásin af aðstæðum sem hún lenti í við skil á lokaverkefni sínu í hljóðblöndun í Tónlistarskóla Kópavogs. Lokaverkefnið var frumsamið verk sem vinna þurfti hratt og koma sér að verki. „Við litum á Músíktilraunir alveg eins," segir Andri um ákvörðun þeirra að henda sér út í djúpu laugina.Bestu vinir Andri Már segir hjartsláttinn hafa verið öran þegar hljómsveitin steig fyrst á svið í undankeppninni í Hörpu. „Það var stressandi en samt svo skemmtilegt stress að við urðum að fá að endurtaka það," segir Andri Már. Hljómsveitin vann sér sæti í úrslitunum og fékk því tækifæri til þess. „Hjartslátturinn var mjög hraður og adrenalínið streymdi um líkamann." Tvíeykið hefur þekkst í sjö ár. Þau kynntust í gegnum sameiginlega vini en bæði eru þau útskrifuð úr Flensborgarskólanum í Hafnarfirði. Margrét árið 2009 en Andri Már árið 2011. Þau eru bestu vinir og byrjuðu að grúska saman í tónlist í fyrsta skipti fyrir ári. „Það var ekki fyr en í desember að hún þurfti að skila lokaverkefninu að byrjuðum að líta á okkur sem hljómsveit," segir Andri Már. Hljómsveitin fékk nafnið Vök eftir töluverða umhugsun. Þau höfðu velt mörgum mismunandi nöfnum fyrir sér en velja þurfti nafn til að skrá sveitina til þátttöku í Músíktilraunum. „Vök hljómaði best," segir Andri Már. Sú fyrsta frá Akranesi sem vinnur MúsíktilraunirVerðlaunaafhendingin í Hörpu í gær.Mynd/Reykjavík.isÞótt um fulltrúa Hafnarfjarðar sé að ræða bendir Andri á að Margrét Rán sé Akurnesingur. Það hafi Ólafur Páll Gunnarsson, útvarpsmaður á Rás tvö, verið sérstaklega ánægður með. Tónleikarnir voru einmitt í beinni útsendingu stöðvarinnar í gær. „Óli Palli var mjög sáttur að hún var fyrsti tónlistarmaðurinn af Akranesi til að vinna keppnina," segir Andri Már. Hann segir það hafa verið draum hjá hljómsveitinni að spila í Hörpu. „Draumurinn rættist á fyrsta gigginu okkar," segir Andri og hlær. Hann segir þau hafa lært gríðarlega mikið af hljóðmönnum í Hörpu og séu reynslunni ríkari eftir keppnina. Bæði eru þau í námi en Andri Már segir þau þó leggja allt í tónlistina sem stendur. Þau æfa í húsnæði í Hafnarfirði sem er í eigu fyrirtækis föður Margrétar. „Við höfum hertekið hálfan sal fyrirtækisins," segir Andri og kann föður Margrétar bestu þakkir fyrir. Fimm laga listi klárInnlifunin skein úr andliti Andra og Margrétar.Mynd/Brynjar GunnarssonAndri Már segir dúettinn vera að vinna að nýju efni. Þau séu komin með fimm laga lista og eru að vinna í því að koma upp tónleikadagskrá. Verðlaunin sem þau fengu voru ekki af verri endanum. Meðal annars 20 hljóðverstímar með hljóðmanni, 250 þúsund krónur í beinhörðum peningum og gigg á Iceland Airwaves. Þá fengu þau flug til Hollands í ágúst þar sem spilað verður á Westerpop tónlistarhátíðinni í Delft. Andri Már segir þau Margréti aldrei hafa pælt mikið í verðlaununum. „Við Margrét leiddum verðlaunin alveg framhjá okkur. Við vorum svo stressuð. Við vildum bara spila." Músíktilraunir hafa farið fram síðan árið 1982.
Tengdar fréttir Vök sigraði í Músíktilraunum Hljómsveitin Vök úr Hafnarfirði stóð uppi sem sigurvegari í Músíktilraunum en úrslitakvöldið fór fram í Silfurbergi í Hörpu í gærkvöldi. 24. mars 2013 09:27 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Erlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál Sjá meira
Vök sigraði í Músíktilraunum Hljómsveitin Vök úr Hafnarfirði stóð uppi sem sigurvegari í Músíktilraunum en úrslitakvöldið fór fram í Silfurbergi í Hörpu í gærkvöldi. 24. mars 2013 09:27