Innlent

Mikill sinubruni í Vatnsmýrinni í nótt

Sinueldurinn var nærri Norræna húsinu.
Sinueldurinn var nærri Norræna húsinu. Mynd/ Pjetur.
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í nótt vegna mikils sinubruna í grennd við Öskju og Norræna húsið í Vatnsmýrinni.

Töluverðan tíma tók að ráða niðurlögum eldsins og brann nokkur hundruð fermetra svæði, en mannvirki, voru ekki í hættu.

Nokkru síðar var liðið kallað á fjölbýslishúsi við Holtsgötu, eftir að tilkynnt var um reyk í risíbúð. Þegar til kom var engin eldur í íbúðinni, en mikinn reyk lagði úr potti, sem hafði gleymst á logandi eldavélinni. Íbúðin var reykræst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×