Innlent

Strætó ekur alla páskadagana

Strætó mun aka alla páskadagana í ár, sem er nýbreyttni frá síðustu árum þegar ekki var ekið föstudaginn langa og páskadag.

Í tilkynningu segir að á skírdag, fimmtudaginn 28. mars, verður ekið samkvæmt sunnudagsáætlun. Föstudaginn langa, 29. mars, verður ekið samkvæmt sunnudagsáætlun. Laugardaginn 30. mars verður ekið samkvæmt hefðbundinni laugardagsáætlun.

Á páskadag, sunnudaginn 31. mars, verður ekið samkvæmt sunnudagsáætlun. Annan í páskum, mánudaginn 1. apríl, verður ekið samkvæmt sunnudagsáætlun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×