Innlent

Ríkissaksóknari skoðar möguleika á endurupptöku málanna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari.
Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari.
Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari hefur fengið skýrslu nefndar um Guðmundar- og Geirfinnsmálin í hendur. Hún segist þó ekki vita á þessari stundu hvaða möguleikar séu á endurupptöku málsins.

Nefndin skilaði Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra skýrslu sinni í dag. Niðurstöður nefndarinnar eru þær að veigamikil rök séu fyrir endurupptöku málsins. Vitnisburður sakborninganna hafi annað hvort verið óáreiðanlegur eða beinlínis falskur.

Eitt af verkefnum Ríkissaksóknara er að taka á móti beiðnum dæmdra manna um endurupptöku mála. Saksóknarinn krefst svo aftur endurupptöku. „Ég hef fengið skýrsluna í hendur og mun fara vandlega yfir hana á næstunni, ásamt saksóknurum hér við embættið. Eins og gefur að skilja hef ég ekki mótað mér afstöðu á þessari stundu hvað varðar möguleika á endurupptöku málsins," segir Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari í skriflegu svari til Vísis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×