Innlent

Unglingsstúlkur í sjálfheldu á Þríhyrningi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Björgunarsveitamenn eru á leið til aðstoðar. Mynd úr safni.
Björgunarsveitamenn eru á leið til aðstoðar. Mynd úr safni.
Tvær unglingsstúlkur eru í sjálfheldu á Þríhyrningi, rétt vestan við Fljótshlíð, og er flugbjörgunarsveitin Hellu komin þeim til hjálpar. Stúlkurnar voru einar í gönguferð á fjallið þegar þær sátu skyndilega fastar í klettabelti og hringdu þá eftir aðstoð.

Í tilkynningu frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg segir að vel hafi gengið að komast að stúlkunum en björgunarmenn fóru upp í fjallið og komu að þeim ofan frá. Tryggðu þeir öryggi sitt og stúlknanna með línum áður en haldið var niður.

Ekkert amaði að stúlkunum þegar að var komið. Þær sýndu hárrétt viðbrögð, héldu kyrru fyrir og hringdu eftir aðstoð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×