Innlent

Fjáröflunarkvöldverður fyrir Ingólf ljósmyndara

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Mynd/Geirix@pressphotos.biz
Leikskólinn Sælukot efnir til fjáröflunarkvöldverðar fyrir Ingólf Júlíusson ljósmyndara, en hann greindist með bráðahvítblæði síðasta haust. Kvöldverðurinn verður haldinn í Hagaskóla.

Dætur Ingólfs voru á leikskólanum fyrir nokkrum árum og því var ákveðið að styðja fjölskylduna, en Ingólfur er hættur læknismeðferð þar sem hún hefur ekki borið árangur.

Á Sælukoti er aðeins boðið upp á grænmetisfæði og verður málsverðurinn föstudaginn 5. apríl, en kaupa þarf miða í síðasta lagi miðvikudaginn 27. mars. Verð er 1500 krónur fyrir fullorðna og 500 krónur fyrir börn.

Hægt er að nálgast miða með því að hafa samband við skólastýru Sælukots, Didi, á netfangið anandakaostubha@gmail.com eða í símanúmerin 562-8533 og 844-8275.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×