Innlent

Vopnaður hnífi í Laugarásbíói

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd/Laugarásbíó
„Maðurinn kom hlaupandi inn í andyri. Við lokuðum og læstum um leið," segir miðasöludama í Laugarásbíó.

Maður vopnaður hníf birtist skyndilega í anddyri kvikmyndahússins síðdegis í dag. Miðasölurdömurnar höfðu nýlokið við að loka dyrunum inn í kvikmyndasali hússins á þeim sýningum sem hófust klukkan fjögur.

„Hann kom klukkan svona korter yfir fjögur. Við vorum nýbúnar að loka inni í sal," segir miðasöludaman sem segir að henni hafi brugðið svakalega. Liðsheildin hafi þó skilað sér þegar atvikið kom upp.

„Þetta hefði getað farið mikið verr. Við vorum heppin. Svo erum við svo góðar vinkonur og peppum hver aðra upp."

Hún segir lögregluna hafa mætt á svæðið augnabliki síðar og handtekið manninn. Lögreglan segir manninn hafa verið í annarlegu ástandi sem líklega megi rekja til vímuefnanotkunar. Hann hafi losað sig við hnífinn þegar lögregla handtók hann.

Maðurinn er vistaður í fangaklefa og verður rætt við hann þegar runnið er af honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×