Innlent

Beit hundafangara og var lógað

Þórunn Elísabet Bogadóttir skrifar
Funia Malgorzata ásamt syni sínum og hundinum Funiu áður en tíkin var aflífuð.
Funia Malgorzata ásamt syni sínum og hundinum Funiu áður en tíkin var aflífuð.
Þýskur fjárhundur var aflífaður í Reykjanesbæ eftir að hafa ráðist á hundafangara. Malgorzata Mordon Szacon og fjölskylda hennar höfðu átt tíkina Funiu í sex ár. Fjölskyldan hefur ráðið sér lögfræðing og íhugar að leita réttar síns, þar sem þau nutu ekki andmælaréttar áður en ákvörðun um að drepa hundinn var tekin.

Magnús H. Guðjónsson, dýralæknir og framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja, segir málið einsdæmi. „Það hafði verið kvartað til lögreglu frá leikskólanum Gimli um að það væri hundur að þvælast fyrir utan og þær þyrðu ekki að setja börnin út,“ segir Magnús.

„Þegar dýraeftirlitsmaður fór á staðinn sá hann að þarna var hundur sem hafði áður verið tekinn laus og bitið áður.“ Hann segir hundinn hafa ráðist á eftirlitsmanninn og bitið hann illa í handlegg og hendi og hlaupið svo inn í garðinn sinn.

„Þetta er í fyrsta skipti sem við látum ekki viðkomandi njóta andmælaréttar, vegna þess að við einfaldlega gátum það ekki,“ segir Magnús, sem tók ákvörðun um að aflífa Faniu. „Ég mat það þannig að þarna væri almannaheill í húfi og að það væri best að svæfa hana strax á meðan hún var með múl.“

Magnús segir tíkina hafa verið „stórkostlega hættulega“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×