Innlent

Hús minna drauma varð hús martraða

"Tilhugsunin að borga með sér út úr húsinu eftir að hafa tapað öllu í því, það bara kom ekki til greina að borga eina krónu með húsinu," segir júdóþjálfarinn Ódi Waage.

Ódi segir að eftir tuttugu ára hjónaband þar sem þau hjónin hafi borgað samviskusamlega af skuldum sínum og aldrei spennt bogann hátt hafi þau verið á götunni og ekki átt neitt.

"Á tveimur árum er ég að fara að flytja í fjórða skipti. Það er rosalega gaman með sjö manna fjölkskyldu," segir Ódi. Rætt er við Óda í þættinum Stóru Málin sem var á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld.

Hér má sjá þáttinn Stóru málin í heild sinni.


Tengdar fréttir

Féllu fyrir utan 110 prósent leiðina

Birgir Örn Guðjónsson, varðstjóri hjá lögreglunni, og Sara Helgadóttir grunnskólakennari keyptu sér íbúð á Völlunum í Hafnarfirði árið 2006.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×