Innlent

Ísland fellur um sæti í lýðræðismælingu The Economist

Ísland fellur um sæti eða niður í þriðja sæti í lýðræðismælingu tímaritsins The Economist fyrir árið í fyrra. Norðurlöndin raða sér í toppsætin sem fyrr.

Rannsóknardeild tímaritsins hefur gefið úr lýðræðisvísitölu sína eða Democrasy Index undanfarin fimm ár. Norðurlöndin hafa ætíð skipað fjögur efstu sætin í efsta flokki þessarar mælingar, að Finnlandi undanskildu sem er í 9. sæti í ár. Sá flokkur heitir fullt lýðræði og telur 25 þjóðir. Neðsti flokkurinn er einræði og þar situr Norður Kórea á botninum sem fyrr.

Ísland var í 2. sæti listans árið 2011 en fellur í 3. sætið í fyrra. Ísland heldur samt einkunn sinni eða 9,65 milli ára. Noregur er í 1. sæti með einkunnina 9.93 en Svíþjóð náði af okkur öðru sætinu með 9,78 í einkunn.

Rannsóknardeild The Economist segir að almennt hafi lýðræði í heiminum staðið í stað eða hrakað milli tveggja síðustu ára einkum á Vesturlöndunum. Fjármálakreppan á þar stóran hlut að máli en hún hefur víða valdið pólitískri óvissu.

Þannig má nefna að Bandaríkin detta niður í 20. sæti af þeim 25 þjóðum þar sem fullt lýðræði telst ríkja. Economist segir einnig að Putin Rússlandsforseti sé að fara með Rússland í ruslið hvað lýðræðisþróun varðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×