Innlent

Kanadamenn sjá um loftrýmisgæslu í apríl

Von er á sex kanadískum CF-18 Hornet orrustuþotum sem eiga að gæta lofthelgi á Íslandi í lok mars og stendur eftirlitið yfir til lok apríl samkvæmt tilkynningu frá kanadískum yfirvöldum.

herliðið kemur frá herstöð í Quebec en alls koma 160 hermenn að eftirlitinu hér á landi. Þetta er í annað sinn sem kanadíski flugherinn sér um eftirlitið hér á landi en fimm herþotur voru hér á landi frá 28. mars árið 2011 til loka apríl.

Allnokkrar þjóðir hafa séð um loftvarnir hér á landi síðan bandaríski herinn yfirgaf landið. Meðal ríkja eru Portúgalir og Norðmenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×