Innlent

Vélsleðamaðurinn kominn á sjúkrahús

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út síðdegis í dag eftir að vélsleðaslys varð í Veiðivötnum.

Að sögn starfsmanns Landhelgisgæslunnar keyrði maðurinn fram af hengju. Kvartaði hann í kjölfarið undan verkjum í öxl, var hálf minnislaus og illa áttaður.

Maðurinn er hluti af hópi og hefst hópurinn við í skála við Grænavatn. Áætlað er að þyrlan komi á staðinn um kl. 17:00.

Uppfært: Þyrla með slasaða manninn lenti Landspítalanum í Fossvogi klukkan 17:40.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×