Veigamikil rök fyrir endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmála Jón Hákon Halldórsson skrifar 25. mars 2013 14:18 Framburðir sakborninga í svokölluðum Guðmundar- og Geirfinnsmálum voru ýmist falskir eða óáreiðanlegir. Þess vegna standa veigamikil rök til þess að málið verði tekið upp aftur. Þetta er niðurstaða sérfræðingahóps sem hafði það hlutverk að fara yfir gögn í málinu. Hópurinn skilaði skýrslu til Ögmundar Jónassonar í dag.Helstu niðurstöður starfshópsins eru þessar:· Það er hafið yfir allan skynsamlegan vafa að framburðir Erlu Bolladóttur, Sævars Marinós Ciesielski og Kristjáns Viðars Viðarssonar í Guðmunar- og Geirfinnsmáli bæði hjá lögreglu og fyrir dómi hafi verið óáreiðanlegir.· Það er hafið yfir allan skynsamlegan vafa að framburðir Tryggva Rúnars Leifssonar og Alberts Klahn Skaftasonar í Guðmundarmáli bæði hjá lögreglu og fyrir dómi hafi verið óáreiðanlegir.· Það er hafið yfir allan skynsamlegan vafa að framburður Guðjóns Skarphéðinssonar í Geirfinnsmáli bæði hjá lögreglu og fyrir dómi hafi verið falskur.Þrjár leiðir færarStarfshópurinn bendir á nokkrar leiðir til að málunum verði komið í farveg:· Að ríkissaksóknari meti hvort tilefni sé til aðgerða af hálfu ákæruvalds.· Að dómfelldu í málunum leiti eftir því að þau verði tekin upp á ný og að slík umleitan verði studd með opinberu fé.· Að lagt verði fram lagafrumvarp sem mæli fyrir um endurupptöku málanna. Umræddur starfshópur var skipaður 7. október 2011 eftir mikla umfjöllun um Guðmundar- og Geirfinnsmálið á Stöð 2 og Vísi. Hópnum var falið að fara yfir rannsókn tveggja sakamála í heild sinni en sérstaklega þá þætti sem lúta að rannsókninni og framkvæmd hennar á sínum tíma. Starfshópnum var jafnframt falið að taka til athugunar þau gögn sem komið hafa fram á síðustu árum og að greina í skýrslu sinni frá því hvort og þá til hvaða ráðstafana þyrfti að grípa varðandi framhald málanna. Starfshópinn skipuðu Arndís Soffía Sigurðardóttir, lögfræðingur og lögreglumaður, formaður hópsins, Haraldur Steinþórsson lögfræðingur og Jón Friðrik Sigurðsson prófessor og yfirsálfræðingur. Með starfshópnum störfuðu Gísli H. Guðjónsson prófessor og Valgerður María Sigurðardóttir lögfræðingur hjá innanríkisráðuneytinu. Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Framburðir sakborninga í svokölluðum Guðmundar- og Geirfinnsmálum voru ýmist falskir eða óáreiðanlegir. Þess vegna standa veigamikil rök til þess að málið verði tekið upp aftur. Þetta er niðurstaða sérfræðingahóps sem hafði það hlutverk að fara yfir gögn í málinu. Hópurinn skilaði skýrslu til Ögmundar Jónassonar í dag.Helstu niðurstöður starfshópsins eru þessar:· Það er hafið yfir allan skynsamlegan vafa að framburðir Erlu Bolladóttur, Sævars Marinós Ciesielski og Kristjáns Viðars Viðarssonar í Guðmunar- og Geirfinnsmáli bæði hjá lögreglu og fyrir dómi hafi verið óáreiðanlegir.· Það er hafið yfir allan skynsamlegan vafa að framburðir Tryggva Rúnars Leifssonar og Alberts Klahn Skaftasonar í Guðmundarmáli bæði hjá lögreglu og fyrir dómi hafi verið óáreiðanlegir.· Það er hafið yfir allan skynsamlegan vafa að framburður Guðjóns Skarphéðinssonar í Geirfinnsmáli bæði hjá lögreglu og fyrir dómi hafi verið falskur.Þrjár leiðir færarStarfshópurinn bendir á nokkrar leiðir til að málunum verði komið í farveg:· Að ríkissaksóknari meti hvort tilefni sé til aðgerða af hálfu ákæruvalds.· Að dómfelldu í málunum leiti eftir því að þau verði tekin upp á ný og að slík umleitan verði studd með opinberu fé.· Að lagt verði fram lagafrumvarp sem mæli fyrir um endurupptöku málanna. Umræddur starfshópur var skipaður 7. október 2011 eftir mikla umfjöllun um Guðmundar- og Geirfinnsmálið á Stöð 2 og Vísi. Hópnum var falið að fara yfir rannsókn tveggja sakamála í heild sinni en sérstaklega þá þætti sem lúta að rannsókninni og framkvæmd hennar á sínum tíma. Starfshópnum var jafnframt falið að taka til athugunar þau gögn sem komið hafa fram á síðustu árum og að greina í skýrslu sinni frá því hvort og þá til hvaða ráðstafana þyrfti að grípa varðandi framhald málanna. Starfshópinn skipuðu Arndís Soffía Sigurðardóttir, lögfræðingur og lögreglumaður, formaður hópsins, Haraldur Steinþórsson lögfræðingur og Jón Friðrik Sigurðsson prófessor og yfirsálfræðingur. Með starfshópnum störfuðu Gísli H. Guðjónsson prófessor og Valgerður María Sigurðardóttir lögfræðingur hjá innanríkisráðuneytinu.
Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira