Fleiri fréttir

Hafði lengi rætt um dópframleiðslu

Rannsókn á amfetamínverksmiðju sem uppgötvaðist í bílskúr í Efstasundi í Reykjavík á fimmtudagskvöld stendur enn yfir hjá lögreglu.

Framkvæmdir hafnar við hjólastíga

Framkvæmdir eru hafnar á nokkrum stöðum í Reykjavík við hjólastíga sem eiga að liggja samfellt frá Hlemmi í Elliðaárdalinn. Síðasti áfangi verkefnisins verður að reisa tvær háar brýr yfir Elliðaár en verkefnið byggir á hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar.

Evran er eini valkosturinn

Seðlabankinn telur að upptaka evru með aðild að ESB sé eini valkosturinn við krónu. Vextir yrðu lægri og betri rammi utan um hagstjórn en sveiflujöfnunartæki glatast. Kreppan á evrusvæðinu líka vandamál.

Bæta þarf umgjörð utan um krónuna

Mikilvægt er að gera umbætur á peningastefnunni og annarri hagstjórn hér á landi eigi áfram að styðjast við fljótandi krónu. Öðrum kostum en upptöku evru í gegnum aðild að ESB fylgja hins vegar verulegir annmarkar.

Efnahagslegt frelsi minnkað á Íslandi

Ísland er neðst norrænu ríkjanna á lista Fraser-stofnunarinnar sem raðar löndum eftir nokkrum mælikvörðum sem eiga að mæla efnahagslegt frelsi í löndunum.

"Á köflum var erfitt að horfa á hana"

Ég held að Eyjamenn séu langfestir spenntir fyrir því að sjá myndina. Þetta segir Júlíus Ingason, ritstjóri Eyjafrétta. Hann var gestur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og ræddi þar við þáttastjórnendur um nýjustu kvikmynd Baltasars Kormáks, Djúpið.

Nauðsynlegt að ganga vel frá gaskútum

Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri, segir að gassprengingin í Ofanleiti um helgina sé mikilvæg áminning til þeirra sem eru með gaskúta á heimilum sínum. Nauðsynlegt sé að ganga vel frá þeim.

Baltasar aðlagar Sjálfstætt fólk

Kvikmyndagerðarmaðurinn Baltasar Kormákur undirbýr nú kvikmyndaaðlögun á stórvirki Halldórs Laxness, Sjálfstætt fólk. Þetta tilkynnti leikstjórinn í Kastljósinu á RÚV í kvöld.

Þörungarækt undirbúin í Mývatnssveit

Félag um uppbyggingu þörungabús í Mývatnssveit hefur starfsemi í næsta mánuði. Hugmyndin er að nýta jarðhita til þörungaræktunar í tjörnum og kerjum. Stofnfundurinn átti að vera í Reykjahlíð í síðustu viku en frestaðist vegna óveðursins. Engu að síður er áformað að fyrsti starfsmaðurinn hefji störf í næsta mánuði.

Innlyksa í tæpa viku og alsæl

Kanadíska parið sem varð innlyksa í skála upp á hálendi í tæpa viku, eftir að hafa leitað skjóls undan óveðrinu á Norðurlandi hlakkar til að koma aftur hingað til lands. Það þakkar sínu sæla fyrir að hafa verið bjargað áður en kaffið gekk til þurrðar.

Eyrún ritstýrir sunnudagsblaði Morgunblaðsins

Eyrún Magnúsdóttir, fyrrverandi Kastljóskona og blaðamaður á Morgunblaðinu, hefur verið ráðin til þess að ritstýra sunnudagsblaði Morgunblaðsins. Blaðið mun koma út með breyttu sniði á næstunni. "Hugmyndin er að gefa út öflugt og fjölbreytt helgarblað sem nær til breiðs hóps lesenda,“ segir Eyrún í samtali við Vísi.

Maðurinn látinn

Karlmaður sem var inni í íbúð í Ofanleiti þegar gríðarlega öflug sprenging varð þar í gærdag er látinn. Lögreglan hefur komist að þeirri niðurstöðu að sprenginguna megi rekja til gasleka.

Ísland þykir ekki nógu gott nafn

Íslandsstofa stendur nú fyrir samkeppni um nýtt og betra nafn fyrir Ísland. Forsvarsmenn markaðsherferðarinnar Inspired by Iceland áttuðu sig á mikilvægi þess að endurnefna landið þegar um 10 þúsund manns viðruðu þær skoðanir á samfélagsmiðlum í sumar að "Ísland" væri ekki nógu lýsandi nafn fyrir landið.

Tugir útkalla vegna veðurs í Eyjum

Lögreglan í Vestmannaeyjum fékk á milli 30 og 40 tilkynningar um tjón vegna veðurs í fárviðrinu sem gekk yfir landið í síðustu viku. Ekki liggja fyrir upplýsingar um hversu mikið tjónið var í heildina.

Tekur lengri tíma að efnagreina efnin

Upplýsingar um búnað, skráningu og efnagreiningu á efnum sem fundust í fíkniefnaframleiðslu í Efstasundi í Reykjavík fyrir helgi, mun taka lengri tíma en áætlað var sökum umfangs framleiðslunnar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá lögreglunni.

Utanríkismálanefnd fundar um makrílinn

Utanríkismálanefnd Alþingis fundar um stöðu makrílmálsins klukkan fimm síðdegis í dag. Á fundinn munu gestir, m.a. Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, fræða nefndarmenn um stöðu mála.

Stúdentar afhentu um 3000 póstkort

Stúdentaráð Háskóla Íslands afhenti fjármálaráðherra um 3000 póstkort sem nemendur HÍ kvittuðu undir til að vekja athygli á of miklum niðurskurði. Krafa Stúdentaráðs er að háskólinn fái greitt með öllum sínum nemendum.

Þrír á slysadeild eftir árekstur við Mjódd

Þrír voru fluttir á slysadeild til skoðunar eftir að árekstur varð á Reykjanesbraut, við Mjóddina um klukkan hálftvö í dag. Vísir hefur ekki fengið upplýsingar um það hvað olli árekstrinum

Skuldin snérist um hluta af lottóvinningi

Maður sem vann tíu milljónir í Víkingalottó lét þjónustufulltrúa sinn í Íslandsbanka í Grafarvogi hringja á lögregluna á meðan dæmdur ofbeldismaður beið eftir honum í bankanum. Sá taldi vinningshafann skulda sér pening.

Íslenskir skátaforingjar beita ekki ofbeldi

Íslenskir skátaforingjar undirrita á hverju ári drengskaparheit um að þeir hafi ekki brotið gegn börnum og muni aldrei gera það. Þeir veita einnig Bandalagi íslenskra skáta heimild til að skoða sakaskrá sína. Þetta kom fram í yfirlýsingu sem send var út í dag vegna frétta af kynferðislegu ofbeldi innan bandarísku skátahreyfingarinnar.

Skjálftahrina við Siglufjörð

Skjálftahrina varð NNA af Siglufirði rétt eftir klukkan ellefu í dag. Stærsti skjálftinn mældist 3,2 að stærð. Þeir íbúar á Siglufirði sem Vísir hefur rætt við segjast ekki hafa orðið varir við skjálftann.

"Crossfit ekki svo galið“

Eigandi og yfirþjálfari í CrossFit Sport í Sporthúsinu segir í aðsendri grein í Fréttablaðinu og Vísi að crossfit sé ekki svo galin líkamsþjálfun. Crossfit hefur verið mikið milli tannanna á fólki að undanförnu og m.a. hlotið talsverða gagnrýni hjá íþróttafræðingum. Greinin er innlegg í þá umræðu.

Síbrotamenn fyrir dómi

Aðalmeðferð fer fram í dag í máli ákæruvaldsins gegn Elís Helga Ævarssyni og Steindóri Hreini Veigarssyni, en þeir eru ákærðir fyrir að hafa svipt bræður frelsi í Grafarvogi og ógnað þeim. Samkvæmt ákæru mun Elís Helgi síðan hafa fylgt öðrum bróðurnum í banka til að þvinga hann til að taka út pening á meðan Steindór Hreinn hélt hinum manninum nauðugum áfram. Bæði Elías og Steindór Hreinn neituðu sök við þingfestingu málsins í sumar. Þeir eiga báðir að baki langa afbrotasögu. Elís Helgi var meðal annars fundinn sekur um morð á áttræðri konu, móður Gunnars Þorsteinssonar í Krossinum.

Enn ekkert gefið uppi um orsök sprengingar

Enn hefur ekkert verið gefið út um hvað olli sprengingunni sem lagði íbúð á fyrstu hæð við Ofanleiti í rúst í gær. Árni Vigfússon aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að tæknideild lögreglunnar sem fer með rannsókn málsins á vettvangi komi saman nú fyrir hádegið til þess að fara yfir stöðuna og að það verði ekki fyrr en í fyrsta lagi að þeim fundi loknum sem mögulega verði hægt að greina nánar frá orsökum sprengingarinnar.

Karlmanninum haldið sofandi í öndunarvél

Karlmanni á fertugsaldri slasaðist alvarlega í sprengingu í íbúð við Ofanleiti í gær er enn haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæslu samkvæmt upplýsingum frá vatkhafandi lækni í morgun.

Bændur á Norðurlandi fá bætur

Bændur sem hafa orðið fyrir tjóni og misst fé vegna óveðursins á Norðurlandi í síðustu viku munu fá bætur úr Bjargráðasjóði. Enn liggur ekki fyrir hvert tjónið í heild sinni er og mun líklega ekki verða ljóst fyrr en í október eða nóvember.

Brotist inn í söluturn í Reykjanesbæ

Brotist var inn í söluturn við Hringbraut í Reykjanesbæ í nótt. Þjófarnir voru á bak og burt þegar lögreglu bar að garði og höfðu þeir komist á brott með smáræði af góssi.

Stúdentar með niðurskurðargjörning við Alþingishúsið

Stúdentaráð stendur í dag klukkan eitt fyrir svokölluðum niðurskurðargjörningi. Stúdentar ætla þá að fjölmenna fyrir utan Alþingi og afhenda fjármála- mennta og menningarmálaráðherra og mögulega forsætisráðherra um þrjú þúsund póstkort sem nemendur Háskóla Íslands hafa kvittað undir.

Stór mál frá síðasta þingi endurflutt

Endurtekið efni verður á dagskrá Alþingis í vetur þegar mál sem ekki náðust í gegn á síðasta þingi verða rædd. Þingsályktunartillögur og lagafrumvörp hrúgast inn.

Þegar er unnið út frá nýrri auðlindastefnu

Þegar er hafin frumvarpsgerð innan ráðuneyta um hvernig auðlindastefna stjórnvalda verður innleidd. Stefnan liggur nú fyrir en Auðlindastefnunefnd skilar lokaskýrslu sinni í dag. Horfið er frá stofnun Auðlindasjóðs, tímabundið, en í þess stað verður stofnaður Auðlindareikningur sem hefur með höndum að ráðstafa auðlindaarði á sýnilegan hátt.

Myntsafn fékk safn Kristjáns Eldjárns að gjöf

Börn Kristjáns Eldjárns, fyrrverandi forseta Íslands og þjóðminjavarðar, afhentu Myntsafni Seðlabankans og Þjóðminjasafnsins minnis- og heiðurspeninga Kristjáns á föstudag. Hátíðleg athöfn var í anddyri Seðlabankans við tilefnið.

Leið Íslands getur verið fyrirmynd annarra þjóða

Villy Søvndal, utanríkisráðherra Danmerkur, sótti Ísland heim í lok síðustu viku. Í samtali við Fréttablaðið segir hann upprisu Íslands eftir hrun hafa komið ánægjulega á óvart og önnur lönd líti til þess hvernig til hafi tekist. Hann segist aukinheldur vonast til þess að pólitísk lausn finnist á makríldeilunni, þar sem Danir eru í sérstakri stöðu sem ESB-land og einnig í ríkjasambandi við Færeyjar.

Foreldrar berjast við kerfið fyrir talþjálfun

Það er óskiljanlegt að ekki sé meiri skilningur hjá stjórnvöldum vegna talþjálfunar,? segir Sigurður Jónas Eggertsson, faðir barns sem er með þroskahömlun og þarf á aðstoð talmeinafræðings að halda.

Brúður með þýðingarmikil augu

Kvennaathvarfið stendur nú fyrir tölusölu í fjáröflunarskyni til þess að unnt sé að flytja starfsemi athvarfsins í stærra og hentugra húsnæði. Þörfin er brýn enda eru aðeins fjögur svefnherbergi í núverandi húsnæði athvarfsins þar sem rúmlega hundrað konur hafa dvalið ár hvert undanfarin ár, þar af um þriðjungur með eitt eða fleiri börn með sér.

Hundurinn slapp ómeiddur - íbúar þurfa að gista annarsstaðar í nótt

Um fimmtán íbúar í húsinu í Ofanleiti, þar sem sprenging varð í morgun, leituðu til Rauða Krossins, sem er með höfuðstöðvar skammt frá húsinu. Samkvæmt upplýsingafulltrúa Rauða Krossins, Teiti Þorkelssyni, fengu íbúarnir að sækja helstu nauðsynjar í dag en þeir þurfa að gista annarsstaðar í nótt.

Óvissa með sumarbúðir fyrir börn með athyglisbrest

Óvíst er hvort að hægt verið að bjóða áfram upp á sérstakar sumarbúðir í Vatnaskógi fyrir drengi með athyglisbrest eftir að ríkið ákvað að fella niður fjárframlög til sumarbúðanna. Þetta segir framkvæmdastjóri Vatnaskógar.

Bjarni Ben: Fyrsta verkefni að stöðva aðildarviðræðurnar

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að ef Sjálfstæðisflokkurinn komist í ríkisstjórn muni hann draga aðildarumsókn að Evrópusambandinu til baka og halda þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort halda eigi viðræðum áfram.

Manninum haldið sofandi eftir sprengingu

Maðurinn, sem var staddur í íbúðinni í Ofanleiti í morgun þegar öflug sprenging varð, er haldið sofandi í öndunarvél. Ástand hans er alvarlegt en maðurinn er í lífshættu samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi lækni. Hann er með mikil brunasár en ekki var hægt að fá nánari upplýsingar um ástand mannsins. Maðurinn gat gengið skömmu eftir sprenginguna en sjónarvottur sá manninn fyrir utan logandi íbúðina þegar sjúkraflutningamenn komu að og fluttu manninn á spítala.

Ráðherra verðlaunar flokksbróður og blaðamann Morgunblaðsins

Umhverfis- og auðlindaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, veitti í dag í tilefni af Degi íslenskrar náttúru, Rúnari Pálmasyni, blaðamanni á Morgunblaðinu, Fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Við sama tækifæri veitti hún Hjörleifi Guttormssyni, fyrrverandi ráðherra og félaga í Vg, Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti. Tilnefndir til Fjölmiðlaverðlaunanna voru:

Slasaður smali fluttur á spítala

Karlmaður á fertugsaldri var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á slysadeild Landspítalans í Fossvogi í gær en hann hafði fótbrotnað við smalamennsku á Fellsströnd í Dalasýslu samkvæmt fréttavefnum Skessuhorni.

Kandíska ferðafólkið skrifar þakkarbréf til bjargvættanna

Kanadíska ferðafólkið sem var innlyksa í Laugafelli í sex sólarhringa hefur sent þeim Páli Rúnari Traustasyni og Einari Hjartarsyni þakkarbréf sem birtist á vef Vikudags í dag. Fólkið segir hárrétt hafi verið að bíða í skálanum eftir hjálp og þeim er mjög létt, enda veðurteppt í tæpa viku við erfiðar aðstæður.

Sjá næstu 50 fréttir