Innlent

Stúdentar afhentu um 3000 póstkort

BBI skrifar
Oddný G. Harðardóttir, fjármálaráðherra, og Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningamálaráðherra taka við póstkortunum.
Oddný G. Harðardóttir, fjármálaráðherra, og Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningamálaráðherra taka við póstkortunum. Mynd/Stúdentaráð
Stúdentaráð Háskóla Íslands afhenti fjármálaráðherra um 3000 póstkort sem nemendur HÍ kvittuðu undir til að vekja athygli á of miklum niðurskurði. Krafa Stúdentaráðs er að háskólinn fái greitt með öllum sínum nemendum.

Spár háskólans fyrir næsta ár eru að ekki verði greitt með 350 nemendaígildum, sem þýðir nemandi í fullu námi. Miðað við meðalvirkni nemenda gerir það 520 nemendur þetta árið, enda ná ekki allir nemendur háskólans þeim einingafjölda sem fullt nám er miðað við á hverju ári.

Stúdentaráðsliðar leggja af stað frá Háskólanum með póstkortin.Mynd/Stúdentaráð
Þetta veldur Stúdentaráði miklum áhyggjum og því var ráðist í þennan niðurskurðargjörning. Hannaðar voru 5 týpur af póstkortum sem endurspegluðu hvert um sig eitt fræðasvið háskólans. Aftan á hverju póstkorti stóð einfaldlega „Kæra Alþingi, er greitt með mér?".


Tengdar fréttir

Stúdentar með niðurskurðargjörning við Alþingishúsið

Stúdentaráð stendur í dag klukkan eitt fyrir svokölluðum niðurskurðargjörningi. Stúdentar ætla þá að fjölmenna fyrir utan Alþingi og afhenda fjármála- mennta og menningarmálaráðherra og mögulega forsætisráðherra um þrjú þúsund póstkort sem nemendur Háskóla Íslands hafa kvittað undir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×