Innlent

Eyrún ritstýrir sunnudagsblaði Morgunblaðsins

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Eyrún Magnúsdóttir fjölmiðlamaður.
Eyrún Magnúsdóttir fjölmiðlamaður.
Eyrún Magnúsdóttir, fyrrverandi Kastljóskona og blaðamaður á Morgunblaðinu, hefur verið ráðin til þess að ritstýra sunnudagsblaði Morgunblaðsins. Blaðið mun koma út með breyttu sniði á næstunni. „Hugmyndin er að gefa út öflugt og fjölbreytt helgarblað sem nær til breiðs hóps lesenda," segir Eyrún í samtali við Vísi.

Eyrún er mörgum Íslendingum að góðu kunn eftir störf sín í Kastljósinu, þar sem hún starfaði í tvö ár. Hún hætti þar síðla árs 2006 og hefur meðal annars unnið við ráðgjafastörf og almannatengsl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×