Innlent

Tekur lengri tíma að efnagreina efnin

Lögreglan setti upp tjald til að skoða efnin, sem fundust í bílskúrnum, nánar.
Lögreglan setti upp tjald til að skoða efnin, sem fundust í bílskúrnum, nánar. mynd/anton
Upplýsingar um búnað, skráningu og efnagreiningu á efnum sem fundust í fíkniefnaframleiðslu í Efstasundi í Reykjavík fyrir helgi, mun taka lengri tíma en áætlað var sökum umfangs framleiðslunnar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá lögreglunni.

Komi fram nýjar upplýsingar í málinu sem skaða ekki rannsóknarhagsmuni verður fjölmiðlum greint frá því af fyrra bragði, að sögn lögreglu.

Fjörutíu og sex ára karlmaður er í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Gríðarmikið magn af efnum og efnablöndum, einkum í vökvaformi, fundust í bílskúr við götuna.+

Tilkynninguna frá lögreglu má sjá í heild sinni hér fyrir neðan, en hún er öll skrifuð í hástöfum. Skáletrunin er Vísis.

AÐ GEFNU TILEFNI SKAL ÞAÐ ÁRÉTTAÐ AÐ FREKARI UPPLÝSINGAR UM RANNSÓKN LÖGREGLUNNAR Á MÁLI SEM VARÐAR FÍKNIEFNAFRAMLEIÐSLU Í REYKJAVÍK ER EKKI AÐ HAFA Í DAG.

ÞAÐ GILDIR LÍKA UM UPPLÝSINGAR UM BÚNAÐ OG EFNI, SEM HALDLAGT VAR Í ÞÁGU RANNSÓKNARINNAR. FLOKKUN ÞESS, SKRÁNING OG EFNAGREINING, ÞAR SEM VIÐ Á, MUN TAKA LENGRI TÍMA EN ÁÆTLAÐ VAR SÖKUM UMFANGSINS. LÖGREGLAN BIÐUR FJÖLMIÐLA GÓÐFÚSLEGA UM SÝNA ÞESSU SKILNING. KOMI FRAM NÝJAR UPPLÝSINGAR Í MÁLINU, OG SKAÐI ÞÆR EKKI RANNSÓKNARHAGSMUNI, VERÐUR FJÖLMIÐLUM GREINT FRÁ ÞEIM AÐ FYRRA BRAGÐI. FJÖLMIÐLUM VERÐUR SÖMULEIÐIS GERT VIÐVART EF TÆKIFÆRI GEFST TIL AÐ MYNDA HALDLAGÐA MUNI Í FYRRNEFNDU MÁLI.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×