Bjarni Ben: Fyrsta verkefni að stöðva aðildarviðræðurnar Þorbjörn Þórðarson skrifar 16. september 2012 18:45 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að ef Sjálfstæðisflokkurinn komist í ríkisstjórn muni hann draga aðildarumsókn að Evrópusambandinu til baka og halda þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort halda eigi viðræðum áfram. Bjarni er gestur okkar í nýjasta þættinum af Klinkinu. Ef það yrðu kosningar á morgun og þú yrðir forsætisráðherra, ekki á morgun heldur hinn, hvað myndirðu gera varðandi Evrópumálin? „Ég myndi standa við það sem við samþykktum á síðasta landsfundi sem væri að stöðva viðræðurnar og meta þetta ferli frá grunni. Hvar stöndum við og hvað höfum við lært og á hvaða ferðalagi er Evrópa. Leggja það síðan í dóm kjósenda hvort það eigi að halda áfram. Alveg eins og við samþykktum á þessum fundi." Þannig að það væri þessi leið tvöfaldrar þjóðaratkvæðagreiðslu? „Já og fyrir þá þjóðaratkvæðagreiðslu myndi ég leggja til að slíta viðræðunum." Þetta gæti ekki verið skýrara. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki valkostur þeirra sem vilja ljúka aðildarviðræðunum og halda atkvæðagreiðslu um aðildarsamning þegar hann liggur fyrir.Fór yfir málið með Štefan Füle Þá segir Bjarni að enginn vilji sé hjá Evrópusambandinu að ljúka viðræðum við ríki sem ekki standi sameinað að baki aðildarumsókn. „Það hefur komið mjög skýrt fram í samtölum mínum við Štefan Füle (stækkunarstjóra ESB, innsk.blm) að það er ekki í boði að ljúka aðildarviðræðum við ríki sem hefur ekki áhuga á að ganga inn. Það er ekki tekið í höndina á mönnum sem ætla ekki að styðja samninginn." Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir fyrrverandi varaformaður flokksins var gestur okkar í Klinkinu um daginn og sagði: „Sjálfstæðisflokkurinn má ekki verða Teboðshreyfing Íslands." Þetta var gripið á lofti í nær öllum fjölmiðlum. Bjarni segir að sér hafi komið ummælin mjög á óvart. „Mér finnst að Þorgerður Katrín þurfi að skýra betur hvað hún átti við. Ég kannast ekki við að innan Sjálfstæðisflokksins sé neitt að gerast í samlíkingu við það sem er að gerast hjá Teboðshreyfingunni í Bandaríkjunum." Sem eru öfgamenn? „Já, þeir eru mjög miklir harðlínumenn. Allir sem hafa kynnt sér starf Sjálfstæðisflokksins vita að það er himinn og haf á milli þess sem er að gerast hjá flokksfélögunum hjá okkur og því sem er að gerast þar." Sjá má nýjasta þáttinn af Klinkinu í heild sinni hér.thorbjorn@stod2.is Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að ef Sjálfstæðisflokkurinn komist í ríkisstjórn muni hann draga aðildarumsókn að Evrópusambandinu til baka og halda þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort halda eigi viðræðum áfram. Bjarni er gestur okkar í nýjasta þættinum af Klinkinu. Ef það yrðu kosningar á morgun og þú yrðir forsætisráðherra, ekki á morgun heldur hinn, hvað myndirðu gera varðandi Evrópumálin? „Ég myndi standa við það sem við samþykktum á síðasta landsfundi sem væri að stöðva viðræðurnar og meta þetta ferli frá grunni. Hvar stöndum við og hvað höfum við lært og á hvaða ferðalagi er Evrópa. Leggja það síðan í dóm kjósenda hvort það eigi að halda áfram. Alveg eins og við samþykktum á þessum fundi." Þannig að það væri þessi leið tvöfaldrar þjóðaratkvæðagreiðslu? „Já og fyrir þá þjóðaratkvæðagreiðslu myndi ég leggja til að slíta viðræðunum." Þetta gæti ekki verið skýrara. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki valkostur þeirra sem vilja ljúka aðildarviðræðunum og halda atkvæðagreiðslu um aðildarsamning þegar hann liggur fyrir.Fór yfir málið með Štefan Füle Þá segir Bjarni að enginn vilji sé hjá Evrópusambandinu að ljúka viðræðum við ríki sem ekki standi sameinað að baki aðildarumsókn. „Það hefur komið mjög skýrt fram í samtölum mínum við Štefan Füle (stækkunarstjóra ESB, innsk.blm) að það er ekki í boði að ljúka aðildarviðræðum við ríki sem hefur ekki áhuga á að ganga inn. Það er ekki tekið í höndina á mönnum sem ætla ekki að styðja samninginn." Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir fyrrverandi varaformaður flokksins var gestur okkar í Klinkinu um daginn og sagði: „Sjálfstæðisflokkurinn má ekki verða Teboðshreyfing Íslands." Þetta var gripið á lofti í nær öllum fjölmiðlum. Bjarni segir að sér hafi komið ummælin mjög á óvart. „Mér finnst að Þorgerður Katrín þurfi að skýra betur hvað hún átti við. Ég kannast ekki við að innan Sjálfstæðisflokksins sé neitt að gerast í samlíkingu við það sem er að gerast hjá Teboðshreyfingunni í Bandaríkjunum." Sem eru öfgamenn? „Já, þeir eru mjög miklir harðlínumenn. Allir sem hafa kynnt sér starf Sjálfstæðisflokksins vita að það er himinn og haf á milli þess sem er að gerast hjá flokksfélögunum hjá okkur og því sem er að gerast þar." Sjá má nýjasta þáttinn af Klinkinu í heild sinni hér.thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sjá meira