Innlent

"Niceland" líklegt til sigurs í samkeppni Inspired by Iceland

„Við vildum fá ferðamenn til að lýsa þeim tilfinningum sem þeir bera til Íslands," segir Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðukona hjá Íslandsstofu sem nú stendur fyrir samkeppni um nýtt nafn fyrir Ísland.

„Okkur langaði að bregða á leik með ferðamönnum. Leika okkur með hugmyndina um hvaða nafn Hrafna-Flóki hefði valið fyrir Ísland hefði hann ekki aðeins séð ís heldur mögulega fallegt sólarlag."

Hún bendir á að „Ísland" sé afar verðmætt vörumerki. Þá sé Íslandsstofa hreint ekki á þeim buxunum að hætta að kynna landið sem Ísland.

Samkeppnin er hluti af markaðsherferðinni Inspired by Iceland. Á vefsíðu herferðarinnar geta ferðamenn og aðrir varpað fram hugmyndum sínum. Nafnið verður síðan notað í markaðsherferðinni Ísland - allt árið.

Inga segir að fólk hafi tekið vel í verkefnið. Nú þegar hafa margar uppástungur borist á vef Inspired by Iceland sem og á samskiptamiðlum.

„Það er nú gaman að segja frá því að flestar tilnefningarnar eru „Niceland." Það ber kannski vitni um það að við erum nokkuð almennileg hérna á Íslandi."

Inga var gestur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hægt er að nálgast viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir

Ísland þykir ekki nógu gott nafn

Íslandsstofa stendur nú fyrir samkeppni um nýtt og betra nafn fyrir Ísland. Forsvarsmenn markaðsherferðarinnar Inspired by Iceland áttuðu sig á mikilvægi þess að endurnefna landið þegar um 10 þúsund manns viðruðu þær skoðanir á samfélagsmiðlum í sumar að "Ísland" væri ekki nógu lýsandi nafn fyrir landið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×