Innlent

Kandíska ferðafólkið skrifar þakkarbréf til bjargvættanna

Eins og sjá má er snjóþungt á svæðinu. Annar ferðamaðurinn ásamt bjargvætti.
Eins og sjá má er snjóþungt á svæðinu. Annar ferðamaðurinn ásamt bjargvætti. MYND /VIkudagur
Kanadíska ferðafólkið sem var innlyksa í Laugafelli í sex sólarhringa hefur sent þeim Páli Rúnari Traustasyni og Einari Hjartarsyni þakkarbréf sem birtist á vef Vikudags í dag. Fólkið segir hárrétt hafi verið að bíða í skálanum eftir hjálp og þeim er mjög létt, enda veðurteppt í tæpa viku við erfiðar aðstæður.

Páll Rúnar og Einar, sem eru félagar í Ferðafélagi Akureyrar, fóru um helgina í eftirlitsferð í skála félagsins í Laugafelli. Þegar þeir nálgust skálann sáu þeir bíl fyrir utan og skömmu síðar komust þeir að því að inni í skálanum var kanadískt par sem hafði leitað þar skjóls fyrir óveðrinu í byrjun vikunnar. Parið hafðist því við í skálanum í nærri sex sólarhringa. Þeir félagar segja að fólkið hafi brugðist hárrétt við aðstæðum. Í morgun fengu þeir stutt þakkarbréf.

Bréfið má lesa á vef Vikudags.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×