Innlent

11 kílóa gaskútur lak í nokkurn tíma fyrir sprenginguna

Sprengingin í íbúð fjölbýlishúss í Ofanleiti í Reykjavík í gærmorgun er rakin til gasleka, en þetta er niðurstaða rannsóknar lögreglu.

Í íbúðinni var 11 kílóa gaskútur og er ljóst að gas hafði lekið úr honum í nokkurn tíma áður en sprenging varð, en illa var lokað fyrir krana á kútnum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.

Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vann að rannsókninni og átti samstarf við sprengjusérfræðinga Ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslu, ásamt fulltrúum Vinnueftirlits og Mannvirkjastofnunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×