"Crossfit ekki svo galið“ BBI skrifar 17. september 2012 09:53 Dr. Leifur Geir Hafsteinsson, eigandi CrossFit Sport, á heimavelli. Mynd/Anton Brink Eigandi og yfirþjálfari í CrossFit Sport í Sporthúsinu segir í aðsendri grein í Fréttablaðinu og Vísi að crossfit sé ekki svo galin líkamsþjálfun. Crossfit hefur verið mikið milli tannanna á fólki að undanförnu og m.a. hlotið talsverða gagnrýni hjá íþróttafræðingum. Greinin er innlegg í þá umræðu. Dr. Leifur Geir Hafsteinsson, eigandi CrossFit Sport, segir að allar æfingar sem gerðar séu í crossfit þjálfun séu lagaðar að mismunandi getu hvers og eins. Til dæmis séu þyngdir lóða aðlagaðar, fjöldi endurtekninga misjafn eftir getu og jafnvel sleppi sumir erfiðum æfingum. Þannig sé „himinn og haf á milli þess álags sem hæfur þjálfari leggur á bakveikan kyrrsetumann á sextugsaldri og afrekskonu á þrítugsaldri". Þetta er í raun svar við einni helstu gagnrýni íþróttafræðinga sem töldu galið að allir væru látnir gera sömu krefjandi æfingarnar óháð líkamsástandi viðkomandi. Leifur bendir á að crossfit miði að því að koma iðkendum í form en auk þess hafi þjálfunin haft ýmislegt annað jákvætt í för með sér eftir að hún varð vinsæl:Konur í crossfit.Mynd/Stefán KarlssonTil dæmis brúar crossfit kynslóðabil og „fær unglinga til að spjalla af áhuga og einlægni við foreldra sína". Crossfit upphefur einnig sterkar konur og vinnur þar með gegn fordómum um að konur eigi ekki að vera sterkar. Þá er árangur í crossfit mældur í auknum styrk og þreki. Þannig er áherslan ekki lögð á útlit sem „frelsar jafnt konur sem karla frá oki hans staðlaða tískublaðalíkama". Leifur viðurkennir þó að crossfit þjálfun sé ekki hafin yfir gagnrýni og vangaveltur sjúkraþjálfara um hugsanleg meiðsl vegna crossfit þjálfunar beri að taka alvarlega. Hann bendir á að crossfit sé þjálfunarkerfi í mótun og íþróttafræðingar og sjúkraþjálfar geti haft mikil og góð áhrif á kerfið með málefnalegri gagnrýni. Hins vegar telur hann að „glannalegar og órökstuddar upphrópanir" um skaðleika crossfit þjálfunar muni hafa öfug áhrif og búa til andstæðar fylkingar í stað þess að miða til bóta. Tengdar fréttir "Crossfit er galin líkamsrækt“ Íþróttafræðingur segir að nýjasta æðið í heilsurækt Íslendinga, hið svonefnda crossfit, sé afar gagnrýnivert. Upp til hópa geri iðkendur flóknar tæknilegar æfingar vitlaust undir leiðsögn ólærðra þjálfara og það geti stofnað heilsu þeirra í hættu til framtíðar. 7. september 2012 19:23 Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Fleiri fréttir Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Sjá meira
Eigandi og yfirþjálfari í CrossFit Sport í Sporthúsinu segir í aðsendri grein í Fréttablaðinu og Vísi að crossfit sé ekki svo galin líkamsþjálfun. Crossfit hefur verið mikið milli tannanna á fólki að undanförnu og m.a. hlotið talsverða gagnrýni hjá íþróttafræðingum. Greinin er innlegg í þá umræðu. Dr. Leifur Geir Hafsteinsson, eigandi CrossFit Sport, segir að allar æfingar sem gerðar séu í crossfit þjálfun séu lagaðar að mismunandi getu hvers og eins. Til dæmis séu þyngdir lóða aðlagaðar, fjöldi endurtekninga misjafn eftir getu og jafnvel sleppi sumir erfiðum æfingum. Þannig sé „himinn og haf á milli þess álags sem hæfur þjálfari leggur á bakveikan kyrrsetumann á sextugsaldri og afrekskonu á þrítugsaldri". Þetta er í raun svar við einni helstu gagnrýni íþróttafræðinga sem töldu galið að allir væru látnir gera sömu krefjandi æfingarnar óháð líkamsástandi viðkomandi. Leifur bendir á að crossfit miði að því að koma iðkendum í form en auk þess hafi þjálfunin haft ýmislegt annað jákvætt í för með sér eftir að hún varð vinsæl:Konur í crossfit.Mynd/Stefán KarlssonTil dæmis brúar crossfit kynslóðabil og „fær unglinga til að spjalla af áhuga og einlægni við foreldra sína". Crossfit upphefur einnig sterkar konur og vinnur þar með gegn fordómum um að konur eigi ekki að vera sterkar. Þá er árangur í crossfit mældur í auknum styrk og þreki. Þannig er áherslan ekki lögð á útlit sem „frelsar jafnt konur sem karla frá oki hans staðlaða tískublaðalíkama". Leifur viðurkennir þó að crossfit þjálfun sé ekki hafin yfir gagnrýni og vangaveltur sjúkraþjálfara um hugsanleg meiðsl vegna crossfit þjálfunar beri að taka alvarlega. Hann bendir á að crossfit sé þjálfunarkerfi í mótun og íþróttafræðingar og sjúkraþjálfar geti haft mikil og góð áhrif á kerfið með málefnalegri gagnrýni. Hins vegar telur hann að „glannalegar og órökstuddar upphrópanir" um skaðleika crossfit þjálfunar muni hafa öfug áhrif og búa til andstæðar fylkingar í stað þess að miða til bóta.
Tengdar fréttir "Crossfit er galin líkamsrækt“ Íþróttafræðingur segir að nýjasta æðið í heilsurækt Íslendinga, hið svonefnda crossfit, sé afar gagnrýnivert. Upp til hópa geri iðkendur flóknar tæknilegar æfingar vitlaust undir leiðsögn ólærðra þjálfara og það geti stofnað heilsu þeirra í hættu til framtíðar. 7. september 2012 19:23 Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Fleiri fréttir Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Sjá meira
"Crossfit er galin líkamsrækt“ Íþróttafræðingur segir að nýjasta æðið í heilsurækt Íslendinga, hið svonefnda crossfit, sé afar gagnrýnivert. Upp til hópa geri iðkendur flóknar tæknilegar æfingar vitlaust undir leiðsögn ólærðra þjálfara og það geti stofnað heilsu þeirra í hættu til framtíðar. 7. september 2012 19:23