"Crossfit ekki svo galið“ BBI skrifar 17. september 2012 09:53 Dr. Leifur Geir Hafsteinsson, eigandi CrossFit Sport, á heimavelli. Mynd/Anton Brink Eigandi og yfirþjálfari í CrossFit Sport í Sporthúsinu segir í aðsendri grein í Fréttablaðinu og Vísi að crossfit sé ekki svo galin líkamsþjálfun. Crossfit hefur verið mikið milli tannanna á fólki að undanförnu og m.a. hlotið talsverða gagnrýni hjá íþróttafræðingum. Greinin er innlegg í þá umræðu. Dr. Leifur Geir Hafsteinsson, eigandi CrossFit Sport, segir að allar æfingar sem gerðar séu í crossfit þjálfun séu lagaðar að mismunandi getu hvers og eins. Til dæmis séu þyngdir lóða aðlagaðar, fjöldi endurtekninga misjafn eftir getu og jafnvel sleppi sumir erfiðum æfingum. Þannig sé „himinn og haf á milli þess álags sem hæfur þjálfari leggur á bakveikan kyrrsetumann á sextugsaldri og afrekskonu á þrítugsaldri". Þetta er í raun svar við einni helstu gagnrýni íþróttafræðinga sem töldu galið að allir væru látnir gera sömu krefjandi æfingarnar óháð líkamsástandi viðkomandi. Leifur bendir á að crossfit miði að því að koma iðkendum í form en auk þess hafi þjálfunin haft ýmislegt annað jákvætt í för með sér eftir að hún varð vinsæl:Konur í crossfit.Mynd/Stefán KarlssonTil dæmis brúar crossfit kynslóðabil og „fær unglinga til að spjalla af áhuga og einlægni við foreldra sína". Crossfit upphefur einnig sterkar konur og vinnur þar með gegn fordómum um að konur eigi ekki að vera sterkar. Þá er árangur í crossfit mældur í auknum styrk og þreki. Þannig er áherslan ekki lögð á útlit sem „frelsar jafnt konur sem karla frá oki hans staðlaða tískublaðalíkama". Leifur viðurkennir þó að crossfit þjálfun sé ekki hafin yfir gagnrýni og vangaveltur sjúkraþjálfara um hugsanleg meiðsl vegna crossfit þjálfunar beri að taka alvarlega. Hann bendir á að crossfit sé þjálfunarkerfi í mótun og íþróttafræðingar og sjúkraþjálfar geti haft mikil og góð áhrif á kerfið með málefnalegri gagnrýni. Hins vegar telur hann að „glannalegar og órökstuddar upphrópanir" um skaðleika crossfit þjálfunar muni hafa öfug áhrif og búa til andstæðar fylkingar í stað þess að miða til bóta. Tengdar fréttir "Crossfit er galin líkamsrækt“ Íþróttafræðingur segir að nýjasta æðið í heilsurækt Íslendinga, hið svonefnda crossfit, sé afar gagnrýnivert. Upp til hópa geri iðkendur flóknar tæknilegar æfingar vitlaust undir leiðsögn ólærðra þjálfara og það geti stofnað heilsu þeirra í hættu til framtíðar. 7. september 2012 19:23 Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Fleiri fréttir Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Sjá meira
Eigandi og yfirþjálfari í CrossFit Sport í Sporthúsinu segir í aðsendri grein í Fréttablaðinu og Vísi að crossfit sé ekki svo galin líkamsþjálfun. Crossfit hefur verið mikið milli tannanna á fólki að undanförnu og m.a. hlotið talsverða gagnrýni hjá íþróttafræðingum. Greinin er innlegg í þá umræðu. Dr. Leifur Geir Hafsteinsson, eigandi CrossFit Sport, segir að allar æfingar sem gerðar séu í crossfit þjálfun séu lagaðar að mismunandi getu hvers og eins. Til dæmis séu þyngdir lóða aðlagaðar, fjöldi endurtekninga misjafn eftir getu og jafnvel sleppi sumir erfiðum æfingum. Þannig sé „himinn og haf á milli þess álags sem hæfur þjálfari leggur á bakveikan kyrrsetumann á sextugsaldri og afrekskonu á þrítugsaldri". Þetta er í raun svar við einni helstu gagnrýni íþróttafræðinga sem töldu galið að allir væru látnir gera sömu krefjandi æfingarnar óháð líkamsástandi viðkomandi. Leifur bendir á að crossfit miði að því að koma iðkendum í form en auk þess hafi þjálfunin haft ýmislegt annað jákvætt í för með sér eftir að hún varð vinsæl:Konur í crossfit.Mynd/Stefán KarlssonTil dæmis brúar crossfit kynslóðabil og „fær unglinga til að spjalla af áhuga og einlægni við foreldra sína". Crossfit upphefur einnig sterkar konur og vinnur þar með gegn fordómum um að konur eigi ekki að vera sterkar. Þá er árangur í crossfit mældur í auknum styrk og þreki. Þannig er áherslan ekki lögð á útlit sem „frelsar jafnt konur sem karla frá oki hans staðlaða tískublaðalíkama". Leifur viðurkennir þó að crossfit þjálfun sé ekki hafin yfir gagnrýni og vangaveltur sjúkraþjálfara um hugsanleg meiðsl vegna crossfit þjálfunar beri að taka alvarlega. Hann bendir á að crossfit sé þjálfunarkerfi í mótun og íþróttafræðingar og sjúkraþjálfar geti haft mikil og góð áhrif á kerfið með málefnalegri gagnrýni. Hins vegar telur hann að „glannalegar og órökstuddar upphrópanir" um skaðleika crossfit þjálfunar muni hafa öfug áhrif og búa til andstæðar fylkingar í stað þess að miða til bóta.
Tengdar fréttir "Crossfit er galin líkamsrækt“ Íþróttafræðingur segir að nýjasta æðið í heilsurækt Íslendinga, hið svonefnda crossfit, sé afar gagnrýnivert. Upp til hópa geri iðkendur flóknar tæknilegar æfingar vitlaust undir leiðsögn ólærðra þjálfara og það geti stofnað heilsu þeirra í hættu til framtíðar. 7. september 2012 19:23 Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Fleiri fréttir Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Sjá meira
"Crossfit er galin líkamsrækt“ Íþróttafræðingur segir að nýjasta æðið í heilsurækt Íslendinga, hið svonefnda crossfit, sé afar gagnrýnivert. Upp til hópa geri iðkendur flóknar tæknilegar æfingar vitlaust undir leiðsögn ólærðra þjálfara og það geti stofnað heilsu þeirra í hættu til framtíðar. 7. september 2012 19:23