Innlent

Síbrotamenn fyrir dómi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þeir Elís Helgi og Steindór Hreinn mættu fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í dag.
Þeir Elís Helgi og Steindór Hreinn mættu fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í dag.
Aðalmeðferð fer fram í dag í máli ákæruvaldsins gegn Elís Helga Ævarssyni og Steindóri Hreini Veigarssyni, en þeir eru ákærðir fyrir að hafa svipt bræður frelsi í Grafarvogi og ógnað þeim. Samkvæmt ákæru mun Elís Helgi síðan hafa fylgt öðrum bróðurnum í banka til að þvinga hann til að taka út pening á meðan Steindór Hreinn hélt hinum manninum nauðugum áfram. Bæði Elías og Steindór Hreinn neituðu sök við þingfestingu málsins í sumar. Þeir eiga báðir að baki langa afbrotasögu. Elís Helgi var meðal annars fundinn sekur um morð á áttræðri konu, móður Gunnars Þorsteinssonar í Krossinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×