Innlent

Utanríkismálanefnd fundar um makrílinn

BBI skrifar
Steingrímur verður gestur á fundinum.
Steingrímur verður gestur á fundinum.
Utanríkismálanefnd Alþingis fundar um stöðu makrílmálsins klukkan fimm síðdegis í dag. Á fundinn munu gestir, m.a. Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, fræða nefndarmenn um stöðu mála.

Steingrímur mun væntanlega segja frá fundi íslensku samningsnefndarinnar í London í byrjun mánaðarins. Sömuleiðis ber umræðurnar í Evrópuþinginu í síðustu viku eflaust á góma, en þar samþykkti þingið almennar reglur um verndun fiskistofna sambandsins. Reglurnar fela í sér heimildir til að beita önnur lönd viðskiptaþvingunum en makríldeilan var ein helsta kveikjan að þessari reglusetningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×