Þreföld hálfleiksskipting og endurkoma hjá Chelsea Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. janúar 2026 19:30 Enzo Fernández reif sig úr að ofan eftir að hafa skorað sigurmark Chelsea gegn West Ham United. getty/Richard Pelham Chelsea kom til baka eftir að hafa verið 0-2 undir í hálfleik gegn West Ham United og vann 3-2 sigur á Stamford Bridge í kvöld. Þreföld skipting Liams Rosenior, knattspyrnustjóra Chelsea, gaf góða raun. Með sigrinum komst Chelsea upp í 4. sæti deildarinnar. Liðið hefur unnið þrjá deildarleiki í röð. West Ham er aftur á móti enn í 18. sætinu, fimm stigum frá öruggu sæti. West Ham náði forystunni á 7. mínútu þegar fyrirgjöf fyrirliðans Jarrods Bowen sigldi í fjærhornið. Á 36. mínútu bætti Crysencio Summerville öðru marki við eftir fyrirgjöf frá Aaron Wan-Bissaka. Summerville hefur skorað í fjórum leikjum í röð. Rosenior gerði þrefalda skiptinu í hálfleik og einn þeirra sem hann setti inn á, Joao Pedro, minnkaði muninn í 1-2 á 57. mínútu. Hann skallaði þá fyrirgjöf Wesleys Fofana í netið. Á 70. mínútu skoraði svo annar varamaður, Marc Cucurrella, jöfnunarmark Chelsea. Heimamenn voru ekki hættir og þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Enzo Fernández eftir sendingu frá Joao Pedro. Á 11. mínútu í uppbótartíma fékk Jean-Clair Todibo, varnarmaður West Ham, rauða spjaldið fyrir ólæti. Enski boltinn Chelsea FC West Ham United
Chelsea kom til baka eftir að hafa verið 0-2 undir í hálfleik gegn West Ham United og vann 3-2 sigur á Stamford Bridge í kvöld. Þreföld skipting Liams Rosenior, knattspyrnustjóra Chelsea, gaf góða raun. Með sigrinum komst Chelsea upp í 4. sæti deildarinnar. Liðið hefur unnið þrjá deildarleiki í röð. West Ham er aftur á móti enn í 18. sætinu, fimm stigum frá öruggu sæti. West Ham náði forystunni á 7. mínútu þegar fyrirgjöf fyrirliðans Jarrods Bowen sigldi í fjærhornið. Á 36. mínútu bætti Crysencio Summerville öðru marki við eftir fyrirgjöf frá Aaron Wan-Bissaka. Summerville hefur skorað í fjórum leikjum í röð. Rosenior gerði þrefalda skiptinu í hálfleik og einn þeirra sem hann setti inn á, Joao Pedro, minnkaði muninn í 1-2 á 57. mínútu. Hann skallaði þá fyrirgjöf Wesleys Fofana í netið. Á 70. mínútu skoraði svo annar varamaður, Marc Cucurrella, jöfnunarmark Chelsea. Heimamenn voru ekki hættir og þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Enzo Fernández eftir sendingu frá Joao Pedro. Á 11. mínútu í uppbótartíma fékk Jean-Clair Todibo, varnarmaður West Ham, rauða spjaldið fyrir ólæti.