Innlent

Gunnar Bragi stefnir á efsta sætið í Norðvesturkjördæmi

Gunnar Bragi Sveinsson þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi sækist eftir því að leiða lista framsóknarmanna í komandi kosningum.

Hann hefur sent formanni kjördæmissambands framsóknarmanna í norðvesturkjördæmi bréf þess efnis.

Gunnar Bragi segir í tilkynningu að verkefni næstu fjögurra ára sé að snúa við þeirri ringulreið og ósamstöðu sem því miður hafi einkennt stjórn landsins undanfarin fjögur ár, eins og hann orðar það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×