Innlent

Íslenskir skátaforingjar beita ekki ofbeldi

BBI skrifar
Frá Landsmóti skáta. Mynd úr safni.
Frá Landsmóti skáta. Mynd úr safni.
Íslenskir skátaforingjar undirrita á hverju ári drengskaparheit um að þeir hafi ekki brotið gegn börnum og muni aldrei gera það. Þeir veita einnig Bandalagi íslenskra skáta heimild til að skoða sakaskrá sína. Þetta kom fram í yfirlýsingu sem send var út í dag vegna frétta af kynferðislegu ofbeldi innan bandarísku skátahreyfingarinnar.

Foringjar í skátahreyfingunni munu fara á námskeið sem fjallar um hvernig bregðast eigi við grun um ofbeldi gagnvart börnum. Öllum brotum sem upp kunna að koma í starfi skáta verður umsvifalaust vísað til barnaverndaryfirvalda eða lögreglu.

Á þennan hátt vonast skátahreyfingin til að fyrirbyggja að ofbeldisfólk gegni störfum innan skátahreyfingarinnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×