Innlent

Framkvæmdir hafnar við hjólastíga

 Framkvæmdir standa nú yfir við göngustíg við Suðurlandsbraut. Breikka á stíginn til að betur megi aðskilja gangandi og hjólandi umferð.
Framkvæmdir standa nú yfir við göngustíg við Suðurlandsbraut. Breikka á stíginn til að betur megi aðskilja gangandi og hjólandi umferð. Fréttablaðið/ANTON
Framkvæmdir eru hafnar á nokkrum stöðum í Reykjavík við hjólastíga sem eiga að liggja samfellt frá Hlemmi í Elliðaárdalinn. Síðasti áfangi verkefnisins verður að reisa tvær háar brýr yfir Elliðaár en verkefnið byggir á hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar.

„Þessar framkvæmdir eru hluti af mjög flottu verkefni sem er að reisa hjólastíg frá Hlemmi alveg að Elliðaánum,“ segir Jón Halldór Jónasson, upplýsingafulltrúi framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar, og heldur áfram: „Nú í haust er stefnt að því að klára stíginn alveg frá Hlemmi að fyrri brúnni en vinna við þær hefst einnig í haust.“

Þá segir Jón Halldór að þar sem þegar séu hjólastígar verði þeir breikkaðir þannig að betur megi aðskilja hjólandi og gangandi umferð. Þá segir hann mikinn vilja til þess að hjólastígurinn verði allur tilbúinn fyrir næsta vor þegar átakið Hjólað í vinnuna hefst.- mþl




Fleiri fréttir

Sjá meira


×