Innlent

Brúður með þýðingarmikil augu

Unga fólkið í Dagþjónustunni Gylfaflöt hefur útbúið brúður með augum úr fjáröflunartölum Kvennaathvarfsins. Brúðurnar ætla þau að gefa börnum sem dvelja í athvarfinu.
Unga fólkið í Dagþjónustunni Gylfaflöt hefur útbúið brúður með augum úr fjáröflunartölum Kvennaathvarfsins. Brúðurnar ætla þau að gefa börnum sem dvelja í athvarfinu.
Kvennaathvarfið stendur nú fyrir tölusölu í fjáröflunarskyni til þess að unnt sé að flytja starfsemi athvarfsins í stærra og hentugra húsnæði. Þörfin er brýn enda eru aðeins fjögur svefnherbergi í núverandi húsnæði athvarfsins þar sem rúmlega hundrað konur hafa dvalið ár hvert undanfarin ár, þar af um þriðjungur með eitt eða fleiri börn með sér.

Jóna Sólveig Elínardóttir, verkefnisstýra átaksins, segir átakið hafa farið vel af stað en auk þess sem tölusalan er lífleg hafa athvarfinu í vikunni einnig borist nokkrir myndarlegir fjárstyrkir.

Í vikunni var einnig haft samband við athvarfið frá Dagþjónustunni Gylfaflöt þar sem fatlað fólk á aldrinum 16 til 25 ára dvelur til þess að bjóða börnum sem dvelja í athvarfinu glaðning. "Börnin sem fylgja mæðrum sínum í Kvennaathvarfið eru augasteinar allra sem þar starfa. Einmitt þess vegna vorum við í skýjunum þegar hringt var frá Dagþjónustunni Gylfaflöt og okkur sagt að þar ætti að útbúa tíu brúður sem hefðu augu úr tölum Kvennaathvarfsins," segir Jóna Sólveig.

Megináhersla í starfi Gylfaflatar er á tómstundir og þar er meðal annars starfrækt listasmiðja sem gengur undir nafninu Smiðjan en það var þar sem brúðurnar voru búnar til.

Átak Kvennaathvarfsins ?Öll með tölu? stendur fram til 23. september. -ss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×