Innlent

Stúdentar með niðurskurðargjörning við Alþingishúsið

Stúdentaráð stendur í dag klukkan eitt fyrir svokölluðum niðurskurðargjörningi. Stúdentar ætla þá að fjölmenna fyrir utan Alþingi og afhenda fjármála- mennta og menningarmálaráðherra og mögulega forsætisráðherra um þrjú þúsund póstkort sem nemendur Háskóla Íslands hafa kvittað undir.

Um er að ræða baráttu fyrir því að skólinn fái greitt með hverjum og einum nemanda sem sækir þangað nám en spár fyrir næsta ár eru á þá leið að ekki verði greitt með um 350 nemendaígildum sem gera í raun 520 nemendur.

Sú staðreynd veldur Stúdentaráði miklum áhyggjum, sem og það sem ráðið kallar úrelta reikniflokka, og er þessi niðurskurðargjörningur ætlaður til að vekja athygli stjórnvalda á málinu ásamt því að krefjast úrbóta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×