Innlent

Baltasar aðlagar Sjálfstætt fólk

Halldór Laxness
Halldór Laxness
Kvikmyndagerðarmaðurinn Baltasar Kormákur undirbýr nú kvikmyndaaðlögun á stórvirki Halldórs Laxness, Sjálfstætt fólk. Þetta tilkynnti leikstjórinn í Kastljósinu á RÚV í kvöld.

Undanfarið hefur Baltasar tryggt sér rétt á íslenskum bókmenntaverkum. Þar á meðal er Sjálfstætt fólk.

„Ég var að ganga frá kaupunum á Sjálfstæðu fólki eftir Halldór Laxness," sagði Baltasar og hélt áfram: „Þetta er okkar stóra bók og mig hefur lengi dreymt um að gera hana."

Þá sagði Baltasar að framleiðsla kvikmyndarinnar væri á algjöru byrjunarstigi. Aðspurður um hvaða leikari hann hefði í huga fyrir Bjart í sumarhúsum sagði hann: „Ég er með nokkra sigtinu.“

Baltasar sagði að verkefnið væri sannarlega metnaðarfullt, enda þekkja allir þetta meistaraverk nóbelsverðlaunaskáldsins. Hann benti þó að nýjasta kvikmynd hans, Djúpið, væri í raun ekki svo ósvipað verkefni

„Ég er ekkert að reyna að fara auðvelda leið,“ sagði Baltasar. „Þetta eru sögur sem ég hef mikla ástríðu fyrir. Þetta eru sögur sem þjóðin á og íslenska kvikmyndin er reiðubúin að takast á við svona verkefni.“

Þá sagðist Baltasar einnig hafa áhuga á að aðlaga Gerplu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×