Fleiri fréttir Ákærður fyrir umfangsmikla kannabisræktun Ungur maður hefur verið ákærður fyrir ýmiss konar fíkniefna- og ofbeldisbrot, m.a. að rækta 120 kannabisplöntur á heimili sínu. Ferliðuð ákæra var þingfest fyrir héraðsdómi Reykjavíkur í dag þar sem krafist er viðeigandi refsingar. 10.9.2012 11:45 40 krossar til minningar um þá sem sem létust í sjálfsvígum Snemma í morgun voru settir upp 40 krossar við Austurvöll framan við Dómkirkjuna til að minna á hversu margir látast í sjálfsvígum. Samkvæmt bráðabirgðatölum létust 40 í sjálfsvígum árið 2010 en síðustu ár hefur fjöldinn verið í kringum 33-37 sjálfsvíg á ári. Hæst fóru sjálfsvíg árið 2000 en þá féll 51 fyrir eigin hendi. 10.9.2012 11:35 Bilun veldur víðtæku rafmagnsleysi norðaustanlands Rafmagnslaust er á stórum hluta norðausturlands en bilun er á stórri stofnlínu á milli Laxárvirkjunar og Kópaskers. 10.9.2012 07:54 Björgunarsveitir víða að störfum Björgunarsveitir hafa víða verið kallaðar út í morgun til aðstoðar fólki á ferð. Sjálfboðaliðar félagsins nú að störfum í Aðaldal, við Ljósavatnsskarð, í Reykjadal, í Víkurskarði, við Varmahlíð og á Hólasandi. Færð er víða tekin að spillast og það virðist koma fólki á óvart samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg. 10.9.2012 11:23 Vinnuskúrar fuku á hliðina Tveir vinnuskúrar á hafnarsvæðinu í Bolungarvík fuku á hliðina í nótt samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vestfjörðum. Ekki var talin hætta á ferðum en búast má við að tjónið sé eitthvað. Björgunarsveitarmenn frá björgunarsveitinni Tindum í Hnífsdal var svo kölluð út vegna þess að þakplötur voru farnar að fjúka í nótt. 10.9.2012 11:18 Íbúar Kvennaathvarfsins þurfa meðal annars að sofa á gólfinu Á þessu þrítugasta afmælisári Kvennaathvarfsins verður blásið lífi í fjáröflunarátakið "Öll með tölu“. Nú verður átakið endurtekið með sölu á nýhannaðri tölu með merki athvarfsins. Átakið mun skipta sköpum fyrir framtíð athvarfsins. 10.9.2012 10:35 Húsbíll fauk af veginum Húsbíll fauk út af veginum undir Ingólfsfjalli og hafnaði í skurði laust fyrir klukkan níu í morgun. Farþegar sluppu ómeiddir en bíllinn liggur enn utan vegar. 10.9.2012 09:52 Ólympíufarar koma heim í dag Í tilefni af góðum árangri íslensku keppendanna í Ólympíumóti fatlaðra í London munu Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra taka á móti Ólympíuförunum á Keflavíkurflugvelli við komu þeirra frá London. 10.9.2012 09:46 Veðurstofan frestar vígslu vegna veðurs Veðurstofa Íslands hefur frestað vígslu á veðursjá á Austurlandi, sem til stóð að vígja á morgun, vegna veðurs. Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands þá verður að fresta vígslunni til miðvikudagsins 12. september vegna slæmrar veðurspár á morgun. 10.9.2012 09:39 Víkurskarð ófært fólksbílum vegna óveðurs Víkurskarð er ófært fólksbílum vegna veðurs og ísingar. Að sögn lögreglunnar á Akureyri er flutningabíll í vandræðum í skarðinu og teppir hann umferð. 10.9.2012 08:19 Hitabeltisstormurinn Leslie nær til Íslands sem lægð Hitabeltisstormurinn Leslie gekk í gær yfir Bermúdaeyjar á Atlantshafi og stefnir nú hraðbyri að ströndum Nýfundnalands. 10.9.2012 07:01 Lítið um vandræði vegna veðursins í nótt Þrátt fyrir töluvert rok víðast hvar á landinu í gærkvöldi og í nótt hefur verið lítið um vandræði vegna veðursins. 10.9.2012 06:49 Nánast öll börn í leikskólum borgarinnar í heilsdagsvistun Leikskólaplássum sem í boði eru í Reykjavík hefur fjölgað um 19 prósent frá árinu 2000. Hjá borginni hefur þeim fjölgað um 11,4 prósent, úr 5.240 plássum í 5.837 pláss í ár. Þegar sjálfstætt starfandi skólum er bætt við hefur plássum fjölgað úr 5.670 árið 2000 í 6.750 í ár. Fréttablaðið leitaði upplýsinga hjá Reykjavíkurborg um þróunina í leikskólamálum. 10.9.2012 07:00 Sífellt fleiri vinna svart Svört atvinnustarfsemi virðist færast í vöxt í ferðaþjónustu og byggingastarfsemi. Þetta hefur komið í ljós í sumar í könnunum ríkisskattstjóra, Alþýðusambands Íslands (ASÍ), og Samtaka atvinnulífsins (SA), í tengslum við átakið Leggur þú þitt af mörkum? Átakinu er beint gegn svartri atvinnustarfsemi. 10.9.2012 06:00 Leita svara um uppruna í arfgerð makríls Vísindamenn Hafrannsóknastofnunarinnar, Matís og Háskóla Íslands ásamt norskum, færeyskum, grænlenskum og kanadískum vísindamönnum rannsaka arfgerð makríls í Norður-Atlantshafi í samvinnu við útgerðarfyrirtæki. Markmiðið er að varpa ljósi á uppruna makríls innan íslenskrar, færeyskrar og norskrar lögsögu, segir á heimasíðu Hafró. 10.9.2012 04:00 Frakkar stórtækir í fiskkaupum Gríðarleg magnaukning hefur orðið í útflutningi á ferskum þorski og ýsu til Frakklands á fyrstu sjö mánuðum ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Þetta kemur fram í samantekt Landssambands smábátaeigenda úr gögnum Hagstofu Íslands. Aukningin er 49% í þorskinum og 127% í ýsu. 10.9.2012 03:00 Boltar í stað stóla í kennslustofunum Í Lágafellsskóla í Mosfellsbæ eru ekki bara boltar í íþróttahúsnæði skólans heldur líka í sumum kennslustofum. Þegar nemendur þurfa að losna við óróa úr líkamanum í kennslustund geta þeir setið á sérstökum bolta en samtímis verið á hreyfingu. 10.9.2012 02:00 Biðlistar lengri en færri sýkjast Biðlistar á Landspítalanum lengjast þvert á markmið spítalans að fækka þeim kerfisbundið. Þetta kemur fram í pistli forstjórans, Björns Zoëga, sem hefur áhyggjur af þróuninni. Í skrifum hans kemur fram að í dag eru um tvö þúsund sjúklingar á biðlistum spítalans "en það er nokkur fjölgun frá því 1. janúar síðastliðinn, þvert á markmið okkar um að fækka verulega á biðlistunum,? segir Björn. 10.9.2012 01:00 Túristinn Curiosity - Tók sjálfsmynd á Mars Vitjeppinn Curiosity, sendiherra mannkyns á Mars, er greinilega ekki svo frábrugðin okkur hér á jörðu niðri. Farið afhjúpaði hégóma sinn þegar það kannaði rannsóknararm sinn á dögunum og laumaðist til að taka af sér sjálfsmynd. 9.9.2012 22:00 Segir börn flýja frá Sýrlandi vannærð Sýrlensk börn í flóttamannabúðum UNICEF í Jórdaníu eru ofbeldisfull og þjást af næringarskorti þegar þau koma í búðirnar. Þetta segir íslensk kona sem starfar þar. Hún segist hafa séð sjö ára stelpur slást eins og fullorðna karlmenn. 9.9.2012 20:30 "Sjálfstæðisflokkurinn má ekki verða teboðshreyfing Íslands" Sjálfstæðisflokkurinn má ekki einangrast yst á hægri vængnum og verða að teboðshreyfingu Íslands segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður og fyrrverandi varaformaður flokksins. Þá er hún ósátt við að Ragnheiður Elín Árnadóttir hafi verið sett af sem þingflokksformaður. 9.9.2012 18:45 Skorið niður um á fimmta hundrað milljónir hjá sérstökum saksóknara Skorið verður niður hjá sérstökum saksóknara um tæpan hálfan milljarð króna í fjárlögum næsta árs, ef stjórnvöld fylgja áætlunum embættisins sjálfs. Áætlanir embættisins gera ráð fyrir að starfsmönnum þess fækki niður í 50 á næsta ári, en þeir eru 110 í dag. 9.9.2012 18:30 "Hann var alltaf glaður, ótrúlega fyndinn og einstakur" Átján ára Íslendingur var myrtur í Tulsa í Óklahómafylki í gærmorgun. Bandarískir fjölmiðlar segja að ekkert bendi til þess að morðinginn hafi þekkt piltinn og hann hafi því verið fórnarlamb tilgangslauss fólskuverks. Vinir hans úr Hagaskóla hittust í dag. Þeir segja hann hafa verið einstaklega skemmtilega manneskju. 9.9.2012 18:30 Átján ára Íslendingur skotinn til bana í Tulsa Átján ára íslenskur piltur var skotinn til bana í borginni Tulsa í Óklahómafylki í Bandaríkjunum í gær morgun, bandarískur maður liggur alvarlega slasaður á sjúkrahúsi eftir sömu árás og pilturinn lét lífið í. Lögregla leitar mannsins. 9.9.2012 12:12 Ölvaður þjófur reyndi að stela vespu Ölvaður þjófur var handtekinn ásamt félaga sínum eftir þeir höfðu slegist við öryggisverði í verslun við Skógarlind á þriðja tímanum í dag. 9.9.2012 18:02 Fyrsti stormur vetrar - huga ber að lausamunum Vátryggingafélag Íslands, VÍS, bendir fólki á að huga að lausum munum, sólhúsgögnum, trampólínum, útigrillum og öðru slíku. 9.9.2012 15:26 Framsókn í lykilstöðu fyrir kosningar Vaxandi líkur eru á því að Framsóknarflokkurinn verði í lykilstöðu þegar kemur að myndum ríkisstjórnar næsta vor. Þetta segir Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðið, í pistli sem birtist eftir hann á vefsvæðinu Evrópuvaktin í dag. 9.9.2012 14:26 Nyrsta hlaup landsins haldið í Grímsey Norðurheimskautsbaugshlaup TVG-Zimsen var haldið í Grímsey í gær. Er þetta fyrsta almenningshlaupið sem efnt er til í Grímsey. 9.9.2012 13:41 Vatnsleki í Verkmenntaskóla Austurlands Þó nokkuð tjón varð í Verkmenntaskóla Austurlands í Neskaupsstað í gær þegar heitavatnsrör sprakk. Öll önnur hæð skólans stórskemmdist. 9.9.2012 13:32 Ekki svigrúm til frekari launahækkana Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins telur að ekki sé svigrúm til frekari launahækkana við endurskoðun kjarasamninga um áramótin þrátt fyrir tvö til þrjú prósent launaskrið á árinu. Hann segir mikilvægt að nota svigrúm fyrirtækja til að lækka verðbólgu. 9.9.2012 13:06 "Höftin voru erfiðasta ákvörðun þingferils míns" Varaformaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir atvinnuvegafjárfestingu stjórnarflokkanna en bendir á að fjárfestar sýni samt sem áður áhuga, þrátt fyrir höftin. 9.9.2012 12:19 Skýstrókar í New York Enginn særðist en talsverðar eignarskemmdir urðu í New York-borg í Bandaríkjunum í nótt þegar tveir skýstrókar fóru þar yfir. Annar kom niður í Queens hverfi og hinn í Brooklyn. 9.9.2012 11:30 Hvassviðri, slydda og snjókoma Spáð er allt að 40 metrum á sekúndu á sunnanverðu landinu frá Kjalarnesi austur að Austfjörðum í dag. Þá má gera ráð fyrir afar hvössum vindhviðum við fjöll. 9.9.2012 10:55 Hvalbeinahliðið við Núp í Dýrafirði fékk andlitslyftingu Í dag verður sérstök hátíðardagskrá í Grasa- og trjágarðurinn Skrúði á Núpi í Dýrafirði og verður hvalbeinahliðið þar endurnýjað. 9.9.2012 10:05 Með minniháttar áverka eftir hestaslys Áverkar eldri konu frá Bandaríkjunum sem slasaðist þegar hún féll af hestbaki við Laxárdal í Dölum í gærkvöld eru minni en upphaflega var talið. 9.9.2012 09:24 Blæddi úr slagæð Stuttu eftir miðnætti í nótt kom tæplega fimmtugur karlmaður á slysadeild með slagæðarblæðingu. Hann hafði verið á bar á Laugavegi og fengið þar glas í höfuðið. 9.9.2012 09:22 Harður árekstur við Hvalfjarðargöng Tveir bílar lentu saman á gatnamótum Vesturlandsvegar og Hvalfjarðarvegar á tíunda tímanum í gærkvöld. 9.9.2012 09:20 Djúpið fékk góðar viðtökur í Toronto Kvikmyndin Djúpið sem Baltasar Kormákur leikstýrði var frumsýnd á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Torontó í Kanada í gærkvöldi. Bandaríkjamenn hafa þegar sýnt áhuga á að endurgera myndina. Karen Kjartansdóttir vakti leikstjórann í morgun og spurði hann út í viðtökur. 8.9.2012 21:00 Fundu rotnandi hreindýrshaus í fjörunni Heldur undarlegt atvik átti sér stað í fjörunni við Stokkseyri í dag. Þar gekk fjölskylda sem átti leið um fjöruna fram á rotnandi hreindýrahaus í einni tjörninni. Það er fréttavefurinn DFS.is sem greini frá þessu. 8.9.2012 20:24 Alvarlega slösuð eftir hestaslys Eldri kona frá Bandaríkjunum slasaðist alvarlega á höfði eftir að hafa dottið af hestbaki í Laxárdal í Dölum. Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti konuna á sjötta tímanum en útkallið barst klukkan fimm. 8.9.2012 20:11 Fyrsti vinningur gekk ekki út Fyrsti vinningur í Lottóinu gekk ekki út í kvöld. Vinningstölurnar voru 2, 4, 22, 36, 39 og bónustalan var 35. 8.9.2012 19:42 Landeigendur í Haukadal segja landið ekki til sölu Talsmaður Landeigendafélags Geysis í Haukadal segir þeirra hlut í landinu ekki vera til sölu. Ríkið hafi haft tækifæri til að kaupa svæðið árið tvö þúsund og átta en ekki staðið við gerða samninga. 8.9.2012 19:15 Breytingar á námslánakerfinu í vændum Heildarendurskoðun á framfærslu námsmanna stendur yfir í menntamálaráðuneytinu sem gætu gert framhaldsskólanám lánshæft. Menntamálaráðherra stefnir á að leggja fram frumvarp sem gerir ráð fyrir að nemendur geti fengið hluta námslána sinna felldan niður ljúki þeir námi á tilsettum tíma. 8.9.2012 18:30 Dönsk herflutningavél á Reykjavíkurflugvelli Dönsk herflutningavél lenti á Reykjavíkurflugvelli fyrir skömmu. Flugvélin er af gerðinni Lockheed C-130 Hercules. Samkvæmt upplýsingum frá Flugþjónustunni var flugvélin að flytja hóp af fólki hingað til lands. Hún heldur síðan af landi brott seinna í dag en ferðinni er heitið Jótlands. 8.9.2012 17:17 Tafir vegna bílveltu við Stóru-Laxá Töluverðar tafir hafa orðið á umferð við brúnna yfir Stóru-Laxá í dag þar sem flutningabíll frá Eimskip valt í morgun. 8.9.2012 16:46 Sjá næstu 50 fréttir
Ákærður fyrir umfangsmikla kannabisræktun Ungur maður hefur verið ákærður fyrir ýmiss konar fíkniefna- og ofbeldisbrot, m.a. að rækta 120 kannabisplöntur á heimili sínu. Ferliðuð ákæra var þingfest fyrir héraðsdómi Reykjavíkur í dag þar sem krafist er viðeigandi refsingar. 10.9.2012 11:45
40 krossar til minningar um þá sem sem létust í sjálfsvígum Snemma í morgun voru settir upp 40 krossar við Austurvöll framan við Dómkirkjuna til að minna á hversu margir látast í sjálfsvígum. Samkvæmt bráðabirgðatölum létust 40 í sjálfsvígum árið 2010 en síðustu ár hefur fjöldinn verið í kringum 33-37 sjálfsvíg á ári. Hæst fóru sjálfsvíg árið 2000 en þá féll 51 fyrir eigin hendi. 10.9.2012 11:35
Bilun veldur víðtæku rafmagnsleysi norðaustanlands Rafmagnslaust er á stórum hluta norðausturlands en bilun er á stórri stofnlínu á milli Laxárvirkjunar og Kópaskers. 10.9.2012 07:54
Björgunarsveitir víða að störfum Björgunarsveitir hafa víða verið kallaðar út í morgun til aðstoðar fólki á ferð. Sjálfboðaliðar félagsins nú að störfum í Aðaldal, við Ljósavatnsskarð, í Reykjadal, í Víkurskarði, við Varmahlíð og á Hólasandi. Færð er víða tekin að spillast og það virðist koma fólki á óvart samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg. 10.9.2012 11:23
Vinnuskúrar fuku á hliðina Tveir vinnuskúrar á hafnarsvæðinu í Bolungarvík fuku á hliðina í nótt samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vestfjörðum. Ekki var talin hætta á ferðum en búast má við að tjónið sé eitthvað. Björgunarsveitarmenn frá björgunarsveitinni Tindum í Hnífsdal var svo kölluð út vegna þess að þakplötur voru farnar að fjúka í nótt. 10.9.2012 11:18
Íbúar Kvennaathvarfsins þurfa meðal annars að sofa á gólfinu Á þessu þrítugasta afmælisári Kvennaathvarfsins verður blásið lífi í fjáröflunarátakið "Öll með tölu“. Nú verður átakið endurtekið með sölu á nýhannaðri tölu með merki athvarfsins. Átakið mun skipta sköpum fyrir framtíð athvarfsins. 10.9.2012 10:35
Húsbíll fauk af veginum Húsbíll fauk út af veginum undir Ingólfsfjalli og hafnaði í skurði laust fyrir klukkan níu í morgun. Farþegar sluppu ómeiddir en bíllinn liggur enn utan vegar. 10.9.2012 09:52
Ólympíufarar koma heim í dag Í tilefni af góðum árangri íslensku keppendanna í Ólympíumóti fatlaðra í London munu Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra taka á móti Ólympíuförunum á Keflavíkurflugvelli við komu þeirra frá London. 10.9.2012 09:46
Veðurstofan frestar vígslu vegna veðurs Veðurstofa Íslands hefur frestað vígslu á veðursjá á Austurlandi, sem til stóð að vígja á morgun, vegna veðurs. Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands þá verður að fresta vígslunni til miðvikudagsins 12. september vegna slæmrar veðurspár á morgun. 10.9.2012 09:39
Víkurskarð ófært fólksbílum vegna óveðurs Víkurskarð er ófært fólksbílum vegna veðurs og ísingar. Að sögn lögreglunnar á Akureyri er flutningabíll í vandræðum í skarðinu og teppir hann umferð. 10.9.2012 08:19
Hitabeltisstormurinn Leslie nær til Íslands sem lægð Hitabeltisstormurinn Leslie gekk í gær yfir Bermúdaeyjar á Atlantshafi og stefnir nú hraðbyri að ströndum Nýfundnalands. 10.9.2012 07:01
Lítið um vandræði vegna veðursins í nótt Þrátt fyrir töluvert rok víðast hvar á landinu í gærkvöldi og í nótt hefur verið lítið um vandræði vegna veðursins. 10.9.2012 06:49
Nánast öll börn í leikskólum borgarinnar í heilsdagsvistun Leikskólaplássum sem í boði eru í Reykjavík hefur fjölgað um 19 prósent frá árinu 2000. Hjá borginni hefur þeim fjölgað um 11,4 prósent, úr 5.240 plássum í 5.837 pláss í ár. Þegar sjálfstætt starfandi skólum er bætt við hefur plássum fjölgað úr 5.670 árið 2000 í 6.750 í ár. Fréttablaðið leitaði upplýsinga hjá Reykjavíkurborg um þróunina í leikskólamálum. 10.9.2012 07:00
Sífellt fleiri vinna svart Svört atvinnustarfsemi virðist færast í vöxt í ferðaþjónustu og byggingastarfsemi. Þetta hefur komið í ljós í sumar í könnunum ríkisskattstjóra, Alþýðusambands Íslands (ASÍ), og Samtaka atvinnulífsins (SA), í tengslum við átakið Leggur þú þitt af mörkum? Átakinu er beint gegn svartri atvinnustarfsemi. 10.9.2012 06:00
Leita svara um uppruna í arfgerð makríls Vísindamenn Hafrannsóknastofnunarinnar, Matís og Háskóla Íslands ásamt norskum, færeyskum, grænlenskum og kanadískum vísindamönnum rannsaka arfgerð makríls í Norður-Atlantshafi í samvinnu við útgerðarfyrirtæki. Markmiðið er að varpa ljósi á uppruna makríls innan íslenskrar, færeyskrar og norskrar lögsögu, segir á heimasíðu Hafró. 10.9.2012 04:00
Frakkar stórtækir í fiskkaupum Gríðarleg magnaukning hefur orðið í útflutningi á ferskum þorski og ýsu til Frakklands á fyrstu sjö mánuðum ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Þetta kemur fram í samantekt Landssambands smábátaeigenda úr gögnum Hagstofu Íslands. Aukningin er 49% í þorskinum og 127% í ýsu. 10.9.2012 03:00
Boltar í stað stóla í kennslustofunum Í Lágafellsskóla í Mosfellsbæ eru ekki bara boltar í íþróttahúsnæði skólans heldur líka í sumum kennslustofum. Þegar nemendur þurfa að losna við óróa úr líkamanum í kennslustund geta þeir setið á sérstökum bolta en samtímis verið á hreyfingu. 10.9.2012 02:00
Biðlistar lengri en færri sýkjast Biðlistar á Landspítalanum lengjast þvert á markmið spítalans að fækka þeim kerfisbundið. Þetta kemur fram í pistli forstjórans, Björns Zoëga, sem hefur áhyggjur af þróuninni. Í skrifum hans kemur fram að í dag eru um tvö þúsund sjúklingar á biðlistum spítalans "en það er nokkur fjölgun frá því 1. janúar síðastliðinn, þvert á markmið okkar um að fækka verulega á biðlistunum,? segir Björn. 10.9.2012 01:00
Túristinn Curiosity - Tók sjálfsmynd á Mars Vitjeppinn Curiosity, sendiherra mannkyns á Mars, er greinilega ekki svo frábrugðin okkur hér á jörðu niðri. Farið afhjúpaði hégóma sinn þegar það kannaði rannsóknararm sinn á dögunum og laumaðist til að taka af sér sjálfsmynd. 9.9.2012 22:00
Segir börn flýja frá Sýrlandi vannærð Sýrlensk börn í flóttamannabúðum UNICEF í Jórdaníu eru ofbeldisfull og þjást af næringarskorti þegar þau koma í búðirnar. Þetta segir íslensk kona sem starfar þar. Hún segist hafa séð sjö ára stelpur slást eins og fullorðna karlmenn. 9.9.2012 20:30
"Sjálfstæðisflokkurinn má ekki verða teboðshreyfing Íslands" Sjálfstæðisflokkurinn má ekki einangrast yst á hægri vængnum og verða að teboðshreyfingu Íslands segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður og fyrrverandi varaformaður flokksins. Þá er hún ósátt við að Ragnheiður Elín Árnadóttir hafi verið sett af sem þingflokksformaður. 9.9.2012 18:45
Skorið niður um á fimmta hundrað milljónir hjá sérstökum saksóknara Skorið verður niður hjá sérstökum saksóknara um tæpan hálfan milljarð króna í fjárlögum næsta árs, ef stjórnvöld fylgja áætlunum embættisins sjálfs. Áætlanir embættisins gera ráð fyrir að starfsmönnum þess fækki niður í 50 á næsta ári, en þeir eru 110 í dag. 9.9.2012 18:30
"Hann var alltaf glaður, ótrúlega fyndinn og einstakur" Átján ára Íslendingur var myrtur í Tulsa í Óklahómafylki í gærmorgun. Bandarískir fjölmiðlar segja að ekkert bendi til þess að morðinginn hafi þekkt piltinn og hann hafi því verið fórnarlamb tilgangslauss fólskuverks. Vinir hans úr Hagaskóla hittust í dag. Þeir segja hann hafa verið einstaklega skemmtilega manneskju. 9.9.2012 18:30
Átján ára Íslendingur skotinn til bana í Tulsa Átján ára íslenskur piltur var skotinn til bana í borginni Tulsa í Óklahómafylki í Bandaríkjunum í gær morgun, bandarískur maður liggur alvarlega slasaður á sjúkrahúsi eftir sömu árás og pilturinn lét lífið í. Lögregla leitar mannsins. 9.9.2012 12:12
Ölvaður þjófur reyndi að stela vespu Ölvaður þjófur var handtekinn ásamt félaga sínum eftir þeir höfðu slegist við öryggisverði í verslun við Skógarlind á þriðja tímanum í dag. 9.9.2012 18:02
Fyrsti stormur vetrar - huga ber að lausamunum Vátryggingafélag Íslands, VÍS, bendir fólki á að huga að lausum munum, sólhúsgögnum, trampólínum, útigrillum og öðru slíku. 9.9.2012 15:26
Framsókn í lykilstöðu fyrir kosningar Vaxandi líkur eru á því að Framsóknarflokkurinn verði í lykilstöðu þegar kemur að myndum ríkisstjórnar næsta vor. Þetta segir Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðið, í pistli sem birtist eftir hann á vefsvæðinu Evrópuvaktin í dag. 9.9.2012 14:26
Nyrsta hlaup landsins haldið í Grímsey Norðurheimskautsbaugshlaup TVG-Zimsen var haldið í Grímsey í gær. Er þetta fyrsta almenningshlaupið sem efnt er til í Grímsey. 9.9.2012 13:41
Vatnsleki í Verkmenntaskóla Austurlands Þó nokkuð tjón varð í Verkmenntaskóla Austurlands í Neskaupsstað í gær þegar heitavatnsrör sprakk. Öll önnur hæð skólans stórskemmdist. 9.9.2012 13:32
Ekki svigrúm til frekari launahækkana Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins telur að ekki sé svigrúm til frekari launahækkana við endurskoðun kjarasamninga um áramótin þrátt fyrir tvö til þrjú prósent launaskrið á árinu. Hann segir mikilvægt að nota svigrúm fyrirtækja til að lækka verðbólgu. 9.9.2012 13:06
"Höftin voru erfiðasta ákvörðun þingferils míns" Varaformaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir atvinnuvegafjárfestingu stjórnarflokkanna en bendir á að fjárfestar sýni samt sem áður áhuga, þrátt fyrir höftin. 9.9.2012 12:19
Skýstrókar í New York Enginn særðist en talsverðar eignarskemmdir urðu í New York-borg í Bandaríkjunum í nótt þegar tveir skýstrókar fóru þar yfir. Annar kom niður í Queens hverfi og hinn í Brooklyn. 9.9.2012 11:30
Hvassviðri, slydda og snjókoma Spáð er allt að 40 metrum á sekúndu á sunnanverðu landinu frá Kjalarnesi austur að Austfjörðum í dag. Þá má gera ráð fyrir afar hvössum vindhviðum við fjöll. 9.9.2012 10:55
Hvalbeinahliðið við Núp í Dýrafirði fékk andlitslyftingu Í dag verður sérstök hátíðardagskrá í Grasa- og trjágarðurinn Skrúði á Núpi í Dýrafirði og verður hvalbeinahliðið þar endurnýjað. 9.9.2012 10:05
Með minniháttar áverka eftir hestaslys Áverkar eldri konu frá Bandaríkjunum sem slasaðist þegar hún féll af hestbaki við Laxárdal í Dölum í gærkvöld eru minni en upphaflega var talið. 9.9.2012 09:24
Blæddi úr slagæð Stuttu eftir miðnætti í nótt kom tæplega fimmtugur karlmaður á slysadeild með slagæðarblæðingu. Hann hafði verið á bar á Laugavegi og fengið þar glas í höfuðið. 9.9.2012 09:22
Harður árekstur við Hvalfjarðargöng Tveir bílar lentu saman á gatnamótum Vesturlandsvegar og Hvalfjarðarvegar á tíunda tímanum í gærkvöld. 9.9.2012 09:20
Djúpið fékk góðar viðtökur í Toronto Kvikmyndin Djúpið sem Baltasar Kormákur leikstýrði var frumsýnd á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Torontó í Kanada í gærkvöldi. Bandaríkjamenn hafa þegar sýnt áhuga á að endurgera myndina. Karen Kjartansdóttir vakti leikstjórann í morgun og spurði hann út í viðtökur. 8.9.2012 21:00
Fundu rotnandi hreindýrshaus í fjörunni Heldur undarlegt atvik átti sér stað í fjörunni við Stokkseyri í dag. Þar gekk fjölskylda sem átti leið um fjöruna fram á rotnandi hreindýrahaus í einni tjörninni. Það er fréttavefurinn DFS.is sem greini frá þessu. 8.9.2012 20:24
Alvarlega slösuð eftir hestaslys Eldri kona frá Bandaríkjunum slasaðist alvarlega á höfði eftir að hafa dottið af hestbaki í Laxárdal í Dölum. Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti konuna á sjötta tímanum en útkallið barst klukkan fimm. 8.9.2012 20:11
Fyrsti vinningur gekk ekki út Fyrsti vinningur í Lottóinu gekk ekki út í kvöld. Vinningstölurnar voru 2, 4, 22, 36, 39 og bónustalan var 35. 8.9.2012 19:42
Landeigendur í Haukadal segja landið ekki til sölu Talsmaður Landeigendafélags Geysis í Haukadal segir þeirra hlut í landinu ekki vera til sölu. Ríkið hafi haft tækifæri til að kaupa svæðið árið tvö þúsund og átta en ekki staðið við gerða samninga. 8.9.2012 19:15
Breytingar á námslánakerfinu í vændum Heildarendurskoðun á framfærslu námsmanna stendur yfir í menntamálaráðuneytinu sem gætu gert framhaldsskólanám lánshæft. Menntamálaráðherra stefnir á að leggja fram frumvarp sem gerir ráð fyrir að nemendur geti fengið hluta námslána sinna felldan niður ljúki þeir námi á tilsettum tíma. 8.9.2012 18:30
Dönsk herflutningavél á Reykjavíkurflugvelli Dönsk herflutningavél lenti á Reykjavíkurflugvelli fyrir skömmu. Flugvélin er af gerðinni Lockheed C-130 Hercules. Samkvæmt upplýsingum frá Flugþjónustunni var flugvélin að flytja hóp af fólki hingað til lands. Hún heldur síðan af landi brott seinna í dag en ferðinni er heitið Jótlands. 8.9.2012 17:17
Tafir vegna bílveltu við Stóru-Laxá Töluverðar tafir hafa orðið á umferð við brúnna yfir Stóru-Laxá í dag þar sem flutningabíll frá Eimskip valt í morgun. 8.9.2012 16:46
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent