Innlent

Hitabeltisstormurinn Leslie nær til Íslands sem lægð

Þessa mynd má sjá á kanadískum vefsíðum.
Þessa mynd má sjá á kanadískum vefsíðum.
Hitabeltisstormurinn Leslie gekk í gær yfir Bermúdaeyjar á Atlantshafi og stefnir nú hraðbyri að ströndum Nýfundnalands.

Í Kanadískum miðlum segir að stormurinn gæti náð styrk fellibyls áður en hann komi að Nýfundnalandi. Síðar í vikunni er gert ráð fyrir að leifar Leslie nái hingað til lands.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands lítur þó allt út fyrir að þegar þar að komi, á miðvikudaginn, verði aðeins um hefðbundna djúpa lægð að ræða, á íslenskum mælikvarða, með úrkomu um sunnanvert landið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×