Innlent

Björgunarsveitir víða að störfum

BBI skrifar
Björgunarsveitir hafa víða verið kallaðar út í morgun til aðstoðar fólki á ferð. Sjálfboðaliðar félagsins nú að störfum í Aðaldal, við Ljósavatnsskarð, í Reykjadal, í Víkurskarði, við Varmahlíð og á Hólasandi. Færð er víða tekin að spillast og það virðist koma fólki á óvart samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg.

Slysavarnarfélagið Landsbjörg ræður fólki frá því að ferðast um landið í dag, enda er ekkert ferðaveður víða um land. Ef fólk telur sig eiga brýn erindi er mikilvægt að það kanni vel aðstæður og skilji eftir ferðaáætlun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×