Innlent

Veðurstofan frestar vígslu vegna veðurs

Veðurstofa Íslands. Myndin er úr safni.
Veðurstofa Íslands. Myndin er úr safni.
Veðurstofa Íslands hefur frestað vígslu á veðursjá á Austurlandi, sem til stóð að vígja á morgun, vegna veðurs. Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands þá verður að fresta vígslunni til miðvikudagsins 12. september vegna slæmrar veðurspár á morgun.

Athöfnin mun fara fram við veðursjána þar sem hún er staðsett við Teigsbjarg á Fljótsdalsheiði. Þar mun Árni Snorrason, forstjóri Veðurstofu Íslands, setja hana formlega í gang og gestum gefast kostur á að skoða mannvirki og búnað, ásamt því að sérfræðingar Veðurstofunnar munu svara spurningum og sýna hluta þeirra afurða sem veðursjáin getur búið til.

Að lokinni athöfn uppi á fjalli verður boðið til hádegisverðar á Skriðuklaustri, þar sem gerð verður stutt grein fyrir byggingarsögu veðursjárinnar í máli og myndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×