Innlent

Vinnuskúrar fuku á hliðina

Tveir vinnuskúrar á hafnarsvæðinu í Bolungarvík fuku á hliðina í nótt samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vestfjörðum. Ekki var talin hætta á ferðum en búast má við að tjónið sé eitthvað. Björgunarsveitarmenn frá björgunarsveitinni Tindum í Hnífsdal var svo kölluð út vegna þess að þakplötur voru farnar að fjúka í nótt.

Fjögur umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar á Vestfjörðum í liðinni viku. Mánudaginn 3. september, varð útafakstur í Mikladal á Bíldudalsvegi. Þar hafnaði bifreið upp fyrir veg þegar ökumaður missti stjórn á henni. Ökumaðurinn var einn í bílnum og fór hann sjálfur á heilsugæslustöðina á Patreksfirði til skoðunar vegna eymsla í baki. Bifreiðin var flutt af vettvangi með krana.

Sama dag varð svo bílvelta á Djúpvegi í Seyðisfirði, ekki urðu slys á fólki en bifreiðin var óökuhæf eftir óhappið.

Þá voru 9 ökumenn stöðvaðir fyrir of hraðann akstur á Ísafirði og nágrenni. Sá sem hraðast ók var mældur á 131 km/klst, á Djúpvegi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×