Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. ágúst 2025 19:10 Rúna Hauksdóttir Hvannberg forstjóri Lyfjastofnunar segir að þó að tilkynnt sé um aukaverkun þurfi það ekki að þýða að hún sé tengd inntöku lyfja. Margt geti spilað inn í. Vísir/Sigurjón Sjónskerðing, brisbólga og sjálfsvígshugsanir eru meðal sjaldgæfra aukaverkana sem hafa verið tilkynntar til Lyfjastofnunar eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja. Forstjórinn brýnir fyrir fólki að tilkynna aukaverkanir til stofnunarinnar. Næstum tuttugu þúsund Íslendingar eru á lyfjunum. Frá því þyngdarstjórnunarlyfin Saxenda, Ozempic og Wegovy komu á markað hér á landi hafa alls 55 tilkynningar um aukaverkanir komið fram. Þar af 22 sem flokkaðar eru alvarlegar. Rúna Hauksdóttir Hvannberg forstjóri Lyfjastofnunar segir að til að tilkynning sé skilgreind alvarlega þurfi hún að uppfylla ákveðin atriði. „Alvarleg aukaverkun þýðir að þú hefur þurft að leggjast inn á spítala eða hefur orðið fyrir alvarlegri truflun,“ segir Rúna. Alvarlegar aukaverkanir eru merktar í lit og súlan eins og hún leggur sig táknar heildarfjölda tilkynninga um aukaverkanir.vísir Sjónskerðing Meðal alvarlegra tilkynninga eru breytingar á sjón. „Við höfum fengið tilkynningu um sjónskerðingu. Ekki margar en við vekjum bara sérstaklega athygli á því,“ segir hún. En um er að ræða tilvik sem nefnast Naion. Rúna bendir á að fleira geti komið til en lyfin. „Það er t.d. hætta á sjónskerðingu og blindu þegar fólk er með sykursýki 2 og er þegar komið er í ofþyngd. Þannig að lyfin og sjúkdómurinn geta bæði haft þessi áhrif,“ segir hún. Þá hafa komið upp tilkynningar um brisbólgu. „Það er ekkert skrítið að slíkt komi upp miðað við hvernig lyfin virka,“ segir hún. Hún nefnir fleiri alvarlegar tilkynningar. „Þá hafa komið upp tilvik þar sem fólk tilkynnir um sjálfsvígshugsanir og kvíða,“ segir Rúna. Þúsundir á lyfjunum Tæplega 20 þúsund manns er á efnaskiptalyfjum til samanburðar eru 27 þúsund á ADHD lyfjum hér á landi. Langflestir greiða fyrir efnaskiptalyfin eða um 70 prósent. Hlutfallslega eru fleiri á lyfjunum hér á landi en í löndum sem við berum okkur saman við. Í kökuritinu má sjá hlutfall greiðsluþáttöku ríkisins í efnaskiptalyfjum, en 6.133 manns fá þau niðurgreidd af 19.132.vísir „Tölurnar eru aðeins hærri en í löndunum í kringum okkur,“ segir hún. Varar við fölsunum Lyfjastofnun varar við fölsuðum þyngdarstjórnarlyfjum sem auglýst eru á netinu. Dæmi séu um dauðsföll eftir notkun þeirra. „Þú veist ekkert hvað er í lyfjum sem eru auglýst á netinu. Það hafa til dæmis orðið dauðsföll eftir að fólk tók inn fölsuð þyngdarstjórnunarlyf í Bretlandi,“ segir Rúna að lokum. Þyngdarstjórnunarlyf Heilsa Heilbrigðismál Lyf Geðheilbrigði Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Fleiri fréttir Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum Sjá meira
Frá því þyngdarstjórnunarlyfin Saxenda, Ozempic og Wegovy komu á markað hér á landi hafa alls 55 tilkynningar um aukaverkanir komið fram. Þar af 22 sem flokkaðar eru alvarlegar. Rúna Hauksdóttir Hvannberg forstjóri Lyfjastofnunar segir að til að tilkynning sé skilgreind alvarlega þurfi hún að uppfylla ákveðin atriði. „Alvarleg aukaverkun þýðir að þú hefur þurft að leggjast inn á spítala eða hefur orðið fyrir alvarlegri truflun,“ segir Rúna. Alvarlegar aukaverkanir eru merktar í lit og súlan eins og hún leggur sig táknar heildarfjölda tilkynninga um aukaverkanir.vísir Sjónskerðing Meðal alvarlegra tilkynninga eru breytingar á sjón. „Við höfum fengið tilkynningu um sjónskerðingu. Ekki margar en við vekjum bara sérstaklega athygli á því,“ segir hún. En um er að ræða tilvik sem nefnast Naion. Rúna bendir á að fleira geti komið til en lyfin. „Það er t.d. hætta á sjónskerðingu og blindu þegar fólk er með sykursýki 2 og er þegar komið er í ofþyngd. Þannig að lyfin og sjúkdómurinn geta bæði haft þessi áhrif,“ segir hún. Þá hafa komið upp tilkynningar um brisbólgu. „Það er ekkert skrítið að slíkt komi upp miðað við hvernig lyfin virka,“ segir hún. Hún nefnir fleiri alvarlegar tilkynningar. „Þá hafa komið upp tilvik þar sem fólk tilkynnir um sjálfsvígshugsanir og kvíða,“ segir Rúna. Þúsundir á lyfjunum Tæplega 20 þúsund manns er á efnaskiptalyfjum til samanburðar eru 27 þúsund á ADHD lyfjum hér á landi. Langflestir greiða fyrir efnaskiptalyfin eða um 70 prósent. Hlutfallslega eru fleiri á lyfjunum hér á landi en í löndum sem við berum okkur saman við. Í kökuritinu má sjá hlutfall greiðsluþáttöku ríkisins í efnaskiptalyfjum, en 6.133 manns fá þau niðurgreidd af 19.132.vísir „Tölurnar eru aðeins hærri en í löndunum í kringum okkur,“ segir hún. Varar við fölsunum Lyfjastofnun varar við fölsuðum þyngdarstjórnarlyfjum sem auglýst eru á netinu. Dæmi séu um dauðsföll eftir notkun þeirra. „Þú veist ekkert hvað er í lyfjum sem eru auglýst á netinu. Það hafa til dæmis orðið dauðsföll eftir að fólk tók inn fölsuð þyngdarstjórnunarlyf í Bretlandi,“ segir Rúna að lokum.
Þyngdarstjórnunarlyf Heilsa Heilbrigðismál Lyf Geðheilbrigði Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Fleiri fréttir Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum Sjá meira