Innlent

Vatnsleki í Verkmenntaskóla Austurlands

Þó nokkuð tjón varð í Verkmenntaskóla Austurlands í Neskaupsstað í gær þegar heitavatnsrör sprakk. Öll önnur hæð skólans stórskemmdist.

Mest allt gólfefni eyðilagðist sem og hurðir og húsgögn. Óvíst er um ástand tölvubúnaðar skálans. Vatnstjónið mun hafa einhver áhrif á skólastarf næstu vikur.

Starfsfólk skólans og aðrir brugðust fljótt við og mættu margir á staðinn til að hjálpa til við hreinsunarstörf. Þá vill Þórður Júlíusson, skólameistari þakka öllum þeim sem lögðu fram hjálparhönd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×