Innlent

Víkurskarð ófært fólksbílum vegna óveðurs

Víkurskarð er ófært fólksbílum vegna veðurs og ísingar. Að sögn lögreglunnar á Akureyri er flutningabíll í vandræðum í skarðinu og teppir hann umferð.

Ríkisútvarpið greindi frá því að skólarúta bíði þess meðal annars að komast leiðar sinnar en gæti það ekki sökum þess að flutningabíllinn er þversum á veginum.

Veður er enn að versna fyrir norðan og segir varðstjóri hjá lögreglunni ekkert ferðaveður vera á fjallvegum á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×