Innlent

Með minniháttar áverka eftir hestaslys

Áverkar eldri konu frá Bandaríkjunum sem slasaðist þegar hún féll af hestbaki við Laxárdal í Dölum í gærkvöld eru minni en upphaflega var talið.

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti konuna á sjötta tímanum í gær og var henni komið undir læknishendur í Reykjavík.

Konan var með höfuðáverka eftir slysið og var hún á tíma meðvitundarlaus.

Samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi lækni á Landspítalanum er konan ekki í lífshættu og eru áverkar hennar minniháttar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×