Innlent

Túristinn Curiosity - Tók sjálfsmynd á Mars

Sjálfsmyndin sem Curiosity tók á Mars.
Sjálfsmyndin sem Curiosity tók á Mars. mynd/NASA
Vitjeppinn Curiosity, sendiherra mannkyns á Mars, er greinilega ekki svo frábrugðin okkur hér á jörðu niðri. Farið afhjúpaði hégóma sinn þegar það kannaði rannsóknararm sinn á dögunum og laumaðist til að taka af sér sjálfsmynd.

Síðustu daga hefur Curiosity rúntað á hægum hraða um sléttur rauðu plánetunnar. Frá því að farið lenti á Mars hefur það ekið rúmlega hundrað metra. Núna er hins vegar komið að því að fara í gegnum ferla til að kanna stöðu rannsóknararmsins en á honum má fnna öll helstu mælingar- og rannsóknartæki sem farið þarf á að halda.

Vitanlega er myndavél á arminum en hann er rétt rúmlega 2.1 metri á lengd. Curiosity, rétt eins og mennskir ferðamenn sem finna á framandi slóðum, ákvað því að smella af mynd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×