Átján ára Íslendingur skotinn til bana í Tulsa Karen Kjartansdóttir skrifar 9. september 2012 12:12 Tulsa. mynd/wiki commons Átján ára íslenskur piltur var skotinn til bana í borginni Tulsa í Oklahoma í Bandaríkjunum í gærmorgun. Bandarískur maður liggur alvarlega særður á sjúkrahúsi eftir sömu árás og pilturinn lét lífið í. Lögregla leitar mannsins. Bandarískir fjölmiðlar greina frá því að pilturinn hafi verið staddur í bíl fyrir utan verslun snemma morguns í gær að staðartíma ásamt öðrum manni sem ók bílnum. Haft er eftir vitni að mennirnir hafi lent í orðaskaki við þriðja mann sem staddur var á bílastæðinu, sá hafi skyndilega dregið upp byssu og skotið þá báða. Þeir voru fluttir á sjúkrahús þar sem pilturinn var úrskurðaður látinn skömmu eftir komu en hinn maðurinn liggur þar alvarlega slasaður. Morðinginn komst undan á flótta en lögreglan í Tulsa er nú að fara yfir upptökur eftirlitsmyndavéla á svæðinu. Þá hefur hún sent frá sér lýsingu á útliti mannsins og biður þá sem kunna að hafa upplýsingar um málið að hafa samband. Bandarískir fjölmiðlar greina frá nafni piltsins í dag en fréttastofa vill bíða með nafnbirtingu að svo stöddu. Tengdar fréttir Áður verið framið morð þar sem íslenski pilturinn dó Staðurinn þar sem íslenski pilturinn var myrtur í Tulsa í gærmorgun er sami staður og fólk á þrítugsaldri var myrt á þann 30. ágúst í fyrra. Íslenski pilturinn var staddur á bílastæði við QuikTrip matsölustað þegar hann og maður á fertugsaldri, sem var með honum, voru skotnir. Sá íslenski lést en samferðarmaður hans særðist illa. 9. september 2012 15:54 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira
Átján ára íslenskur piltur var skotinn til bana í borginni Tulsa í Oklahoma í Bandaríkjunum í gærmorgun. Bandarískur maður liggur alvarlega særður á sjúkrahúsi eftir sömu árás og pilturinn lét lífið í. Lögregla leitar mannsins. Bandarískir fjölmiðlar greina frá því að pilturinn hafi verið staddur í bíl fyrir utan verslun snemma morguns í gær að staðartíma ásamt öðrum manni sem ók bílnum. Haft er eftir vitni að mennirnir hafi lent í orðaskaki við þriðja mann sem staddur var á bílastæðinu, sá hafi skyndilega dregið upp byssu og skotið þá báða. Þeir voru fluttir á sjúkrahús þar sem pilturinn var úrskurðaður látinn skömmu eftir komu en hinn maðurinn liggur þar alvarlega slasaður. Morðinginn komst undan á flótta en lögreglan í Tulsa er nú að fara yfir upptökur eftirlitsmyndavéla á svæðinu. Þá hefur hún sent frá sér lýsingu á útliti mannsins og biður þá sem kunna að hafa upplýsingar um málið að hafa samband. Bandarískir fjölmiðlar greina frá nafni piltsins í dag en fréttastofa vill bíða með nafnbirtingu að svo stöddu.
Tengdar fréttir Áður verið framið morð þar sem íslenski pilturinn dó Staðurinn þar sem íslenski pilturinn var myrtur í Tulsa í gærmorgun er sami staður og fólk á þrítugsaldri var myrt á þann 30. ágúst í fyrra. Íslenski pilturinn var staddur á bílastæði við QuikTrip matsölustað þegar hann og maður á fertugsaldri, sem var með honum, voru skotnir. Sá íslenski lést en samferðarmaður hans særðist illa. 9. september 2012 15:54 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira
Áður verið framið morð þar sem íslenski pilturinn dó Staðurinn þar sem íslenski pilturinn var myrtur í Tulsa í gærmorgun er sami staður og fólk á þrítugsaldri var myrt á þann 30. ágúst í fyrra. Íslenski pilturinn var staddur á bílastæði við QuikTrip matsölustað þegar hann og maður á fertugsaldri, sem var með honum, voru skotnir. Sá íslenski lést en samferðarmaður hans særðist illa. 9. september 2012 15:54