Innlent

Skýstrókar í New York

New York í nótt.
New York í nótt. mynd/AP
Enginn særðist en talsverðar eignarskemmdir urðu í New York-borg í Bandaríkjunum í nótt þegar tveir skýstrókar fóru þar yfir. Annar kom niður í Queens hverfi og hinn í Brooklyn.

Sjónarvottar segjast hafa séð tré og rafmagnsstaura rifna upp með, bíla lyftast og bekki og ruslatunnur fljúga um loftið.

Þá hefur verið tilkynnt um rafmagnleysi á nokkrum stöðum og skemmdir á húsum.

Skýstrókar eru afar sjaldgæfir í New York-borg en þeim fylgdi mikið úrhelli í nótt og spáir bandaríska veðurstofan vonskuveðri í borginni í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×