Innlent

Framsókn í lykilstöðu fyrir kosningar

Styrmir Gunnarsson
Styrmir Gunnarsson
Vaxandi líkur eru á því að Framsóknarflokkurinn verði í lykilstöðu þegar kemur að myndum ríkisstjórnar næsta vor. Þetta segir Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðið, í pistli sem birtist eftir hann á vefsvæðinu Evrópuvaktin í dag.

Styrmir bendir á að fylgi Sjálfstæðisflokksins hafi styrkst síðustu misseri. Fái flokkurinn viðeigandi kosningu þarf hann engu að síður á samstarfsaðila að halda til að tryggja sér aðild að nýrri ríkisstjórn. Telur Styrmir að Framsóknarflokkurinn komi þar einn til greina.

Þá bendir hann á að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, komi til með að eiga greiða leið í forsætisráðuneytið verði stjórnarsamstarf flokkana að veruleika.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×