Innlent

Biðlistar lengri en færri sýkjast

Ágætlega gengur að fækka spítalasýkingum.
fréttablaðið/vilhelm
Ágætlega gengur að fækka spítalasýkingum. fréttablaðið/vilhelm fréttablaðið/vilhelm
Biðlistar á Landspítalanum lengjast þvert á markmið spítalans að fækka þeim kerfisbundið. Þetta kemur fram í pistli forstjórans, Björns Zoëga, sem hefur áhyggjur af þróuninni. Í skrifum hans kemur fram að í dag eru um tvö þúsund sjúklingar á biðlistum spítalans "en það er nokkur fjölgun frá því 1. janúar síðastliðinn, þvert á markmið okkar um að fækka verulega á biðlistunum," segir Björn.

Hann segir markmið starfsfólks spítalans fyrir árið 2012 hafa verið mjög metnaðarfull og þess vegna hafi í mörgum tilvikum verið mjög erfitt að ná þeim. "Það er þó hægt að gleðjast yfir markmiði eins og því að við nálgumst óðfluga að fækka spítalasýkingum niður í 5%. Þær eru 6,1% núna en nefna má að á öðrum háskólasjúkrahúsum á Norðurlöndum er tíðnin oft í kringum 9-10%," skrifar Björn.

Sex mánaða uppgjör spítalans var neikvætt í fyrsta skipti í þrjú ár, eða upp á 84 milljónir króna.

Bráðabirgðauppgjör fyrir fyrstu sjö mánuði ársins bendir hins vegar til þess að hallinn minnki hægt og sígandi, í samræmi við endurskoðaða áætlun Landspítalans frá því í maí. - shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×