Innlent

Ákærður fyrir umfangsmikla kannabisræktun

BBI skrifar
Ungur maður hefur verið ákærður fyrir ýmiss konar fíkniefna- og ofbeldisbrot, m.a. að rækta 120 kannabisplöntur á heimili sínu. Ferliðuð ákæra var þingfest fyrir héraðsdómi Reykjavíkur í dag þar sem krafist er viðeigandi refsingar.

Maðurinn sem er 26 ára er einnig ákærður fyrir að aka bifreið undir áhrifum amfetamíns. Bifreiðinni ók hann inn í snjóskafl þar sem hún stóð föst þar til lögregla kom á vettvang.

Þá er hann einnig ákærður fyrir að slá konu í andlitið svo hún marðist illa.

Ákæruvaldið krefst refsingar, greiðslu sakarkostnaðar og upptöku á 12 gróðurhúsalömpum, 3 viftum, loftdælu, 4 plastrennum og plastbala.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×